Hættulegt kosningarloforð Árni Árnason skrifar 13. október 2016 07:00 Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun