Leitað að vonarglætu í ófriðvænlegum heimi Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2016 07:00 Hvíthjálmarnir í Sýrlandi, sjálfboðaliðar sem bjarga fólki á átakasvæðum. Nordicphotos/AFP Norska Nóbelsverðlaunanefndin hefur undanfarið lagt töluverða vinnu í að finna vonarglætu friðar í annars harla ófriðvænlegum heimi. Niðurstaðan verður kynnt í dag klukkan 11 að norskum tíma, en þá verður klukkan níu hér á Íslandi. Þetta verður í 97. skiptið sem friðarverðlaun Nóbels verða veitt, en að þessu sinni hafa 376 tilnefningar borist nefndinni. Það er meira en nokkru sinni.Svetlana Gannushkina hefur stýrt samtökum sem aðstoða flóttafólk í Rússlandi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlar og friðarspekúlantar víða um heim hafa að venju spreytt sig á að geta sér til um hverjir helst komi til greina. Sumir hinna tilnefndu þykja afar ólíklegir, eins og til dæmis bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump sem tilnefndur er fyrir „hina öflugu hugmyndafræði sína um að styrkleiki leiði af sér frið“, að því er fullyrt er á fréttavef BBC. Aðrir þykja koma vel til greina, þar á meðal Frans páfi, afganskar hjólreiðakonur og grískir eyjaskeggjar sem hafa tekið á móti flóttafólki.Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, ásamt Ernest Moniz, orkumálaráðherra Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPKristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarstofnunarinnar PRIO í Ósló, hefur langa reynslu af því að giska á það hver helst komi til greina. Hann nefnir hjálparsveitir í Sýrlandi, baráttukonu í Rússlandi, kvensjúkdómalækni í Kenía, uppljóstrarann Edward Snowden og samningamenn frá Íran og Bandaríkjunum. Allt þangað til um síðustu helgi þóttu reyndar mestar líkur á því að friðarverðlaunin í ár kæmu í hlut Juans Manuals Santos Kólumbíuforseta og Rodrigo Londonos, leiðtoga FARC-skæruliðahreyfingarinnar, sem undirrituðu nýlega friðarsamning sem átti að binda enda á áratuga langan ófrið í landinu. Íbúar felldu hins vegar þetta samkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi, þannig að vart kemur lengur til greina að þeir fái verðlaunin þetta árið. Líklegir viðtakendur friðarverðlauna Nóbels í ár Aðstoð við flóttafólk í RússlandiSvetlana Gannushkina heitir rússnesk kona sem barist hefur ákaft fyrir réttindum flóttamanna í Rússlandi. Hún hefur talað máli flóttafólks og staðið fyrir því að útvega flóttafólki þar í landi bæði lagalega aðstoð og menntun. Fullvíst þykir að rússnesk stjórnvöld myndu líta á það sem beina ögrun verði hún fyrir valinu þetta árið.Denis Mukwege, kynsjúkdómalæknir í Austur-Kongó.Nordicphotos/AFPKjarnorkusamningur Írans og BandaríkjannaOrkumálaráðherrarnir Ernest Moniz, sem er bandarískur, og Ali Akbar Salehi, sem er íranskur, báru hitann og þungann af samningaviðræðum Írans og Bandaríkjanna um kjarnorkumál. Samningur var gerður í júlí síðastliðnum eftir langar og erfiðar viðræður. Spennan á milli ríkjanna hefur síðan minnkað mjög þótt efasemdaraddir bæði í Bandaríkjunum og Íran vari enn við því að afleiðingarnar geti orðið óþægilegar.Hvíthjálmarnir í SýrlandiHjálparstarfsmenn í Sýrlandi, oftast kenndir við hvítu hjálmana sem þeir bera, hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki úr húsarústum í Sýrlandi á helstu átakasvæðunum þar sem loftárásir dynja linnulaust á fólki. Þeir leggja sig í lífshættu á hverjum degi en halda áfram að koma fólki undir læknishendur eða til ástvina sem geta hlaupið undir bagga. Fórnarlömbum nauðgana hjálpaðKvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege hefur hjálpað þúsundum kvenna í Austur-Kongó, sem hafa orðið fyrir nauðgunum eða mátt þola annað kynferðislegt ofbeldi. Með honum hafa starfað tvær konur, Mama Jeanne og Mama Jeannette, sem hafa leitað uppi og hjálpað þolendum kynferðisofbeldis víða um land. Hann hefur áður verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir tveimur árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fóru til Japan Japaninn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin en hann hefur gert mikilvægar uppgötvanir í tengslum við sjálfsát frumna. 3. október 2016 23:29 Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. 4. október 2016 15:15 Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði þetta árið. 5. október 2016 10:07 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Norska Nóbelsverðlaunanefndin hefur undanfarið lagt töluverða vinnu í að finna vonarglætu friðar í annars harla ófriðvænlegum heimi. Niðurstaðan verður kynnt í dag klukkan 11 að norskum tíma, en þá verður klukkan níu hér á Íslandi. Þetta verður í 97. skiptið sem friðarverðlaun Nóbels verða veitt, en að þessu sinni hafa 376 tilnefningar borist nefndinni. Það er meira en nokkru sinni.Svetlana Gannushkina hefur stýrt samtökum sem aðstoða flóttafólk í Rússlandi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlar og friðarspekúlantar víða um heim hafa að venju spreytt sig á að geta sér til um hverjir helst komi til greina. Sumir hinna tilnefndu þykja afar ólíklegir, eins og til dæmis bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump sem tilnefndur er fyrir „hina öflugu hugmyndafræði sína um að styrkleiki leiði af sér frið“, að því er fullyrt er á fréttavef BBC. Aðrir þykja koma vel til greina, þar á meðal Frans páfi, afganskar hjólreiðakonur og grískir eyjaskeggjar sem hafa tekið á móti flóttafólki.Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, ásamt Ernest Moniz, orkumálaráðherra Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPKristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarstofnunarinnar PRIO í Ósló, hefur langa reynslu af því að giska á það hver helst komi til greina. Hann nefnir hjálparsveitir í Sýrlandi, baráttukonu í Rússlandi, kvensjúkdómalækni í Kenía, uppljóstrarann Edward Snowden og samningamenn frá Íran og Bandaríkjunum. Allt þangað til um síðustu helgi þóttu reyndar mestar líkur á því að friðarverðlaunin í ár kæmu í hlut Juans Manuals Santos Kólumbíuforseta og Rodrigo Londonos, leiðtoga FARC-skæruliðahreyfingarinnar, sem undirrituðu nýlega friðarsamning sem átti að binda enda á áratuga langan ófrið í landinu. Íbúar felldu hins vegar þetta samkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi, þannig að vart kemur lengur til greina að þeir fái verðlaunin þetta árið. Líklegir viðtakendur friðarverðlauna Nóbels í ár Aðstoð við flóttafólk í RússlandiSvetlana Gannushkina heitir rússnesk kona sem barist hefur ákaft fyrir réttindum flóttamanna í Rússlandi. Hún hefur talað máli flóttafólks og staðið fyrir því að útvega flóttafólki þar í landi bæði lagalega aðstoð og menntun. Fullvíst þykir að rússnesk stjórnvöld myndu líta á það sem beina ögrun verði hún fyrir valinu þetta árið.Denis Mukwege, kynsjúkdómalæknir í Austur-Kongó.Nordicphotos/AFPKjarnorkusamningur Írans og BandaríkjannaOrkumálaráðherrarnir Ernest Moniz, sem er bandarískur, og Ali Akbar Salehi, sem er íranskur, báru hitann og þungann af samningaviðræðum Írans og Bandaríkjanna um kjarnorkumál. Samningur var gerður í júlí síðastliðnum eftir langar og erfiðar viðræður. Spennan á milli ríkjanna hefur síðan minnkað mjög þótt efasemdaraddir bæði í Bandaríkjunum og Íran vari enn við því að afleiðingarnar geti orðið óþægilegar.Hvíthjálmarnir í SýrlandiHjálparstarfsmenn í Sýrlandi, oftast kenndir við hvítu hjálmana sem þeir bera, hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki úr húsarústum í Sýrlandi á helstu átakasvæðunum þar sem loftárásir dynja linnulaust á fólki. Þeir leggja sig í lífshættu á hverjum degi en halda áfram að koma fólki undir læknishendur eða til ástvina sem geta hlaupið undir bagga. Fórnarlömbum nauðgana hjálpaðKvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege hefur hjálpað þúsundum kvenna í Austur-Kongó, sem hafa orðið fyrir nauðgunum eða mátt þola annað kynferðislegt ofbeldi. Með honum hafa starfað tvær konur, Mama Jeanne og Mama Jeannette, sem hafa leitað uppi og hjálpað þolendum kynferðisofbeldis víða um land. Hann hefur áður verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir tveimur árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fóru til Japan Japaninn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin en hann hefur gert mikilvægar uppgötvanir í tengslum við sjálfsát frumna. 3. október 2016 23:29 Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. 4. október 2016 15:15 Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði þetta árið. 5. október 2016 10:07 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fóru til Japan Japaninn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin en hann hefur gert mikilvægar uppgötvanir í tengslum við sjálfsát frumna. 3. október 2016 23:29
Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. 4. október 2016 15:15
Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði þetta árið. 5. október 2016 10:07