Hæstvirtur lesandi/hæstvirtir almannahagsmunir Eva Einarsdóttir skrifar 28. september 2016 17:00 Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun