Sport

Aníta kom fyrst í mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta hljóp á 2:03,65 mínútum í dag.
Aníta hljóp á 2:03,65 mínútum í dag. vísir/anton
Aníta Hinriksdóttir bar sigur úr býtum í 800 metra hlaupi í U23-flokki á móti í Brüssel sem er hluti af Demantamótaröðinni.

Aníta hljóp á 2:03,65 mínútum og vann nokkuð öruggan sigur í hlaupinu.

Tíminn sem Aníta náði í dag var þó talsvert frá Íslandsmetinu sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði.

Aníta hljóp þá á 2:00,14 mínútum og var með 20. besta tímann og hljóp hraðar en sex keppendur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum.

Lydia Wafula frá Kenýa kom næst á eftir Anítu í hlaupinu í dag á 2:05,92 mínútum. Hollendingurinn Suzanne Voorrips endaði svo í 3. sæti á 2:07,83 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×