Aníta: Fegin að Íslandsmetið sé komið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 15:02 Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið í dag. Vísir/Anton Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira