Rangfærslur Helgi Sigurðsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun