Heimamaðurinn vann ótrúlegan sigur í stangarstökkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 03:04 Thiago Braz da Silva Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984). Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984).
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira