Heimamaðurinn vann ótrúlegan sigur í stangarstökkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 03:04 Thiago Braz da Silva Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984). Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984).
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira