Ráðgjafi Bush hyggst kjósa Clinton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2016 21:42 Ef mjótt verður á munum milli Trump og Clinton í Flórída, fer atkvæði rótgróins ráðgjafa Bush fjölskyldunnar til Hillary Clinton. Vísir/Getty Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07