Ráðgjafi Bush hyggst kjósa Clinton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2016 21:42 Ef mjótt verður á munum milli Trump og Clinton í Flórída, fer atkvæði rótgróins ráðgjafa Bush fjölskyldunnar til Hillary Clinton. Vísir/Getty Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07