Varnarvísitala lágtekjufólks Ögmundur Jónasson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar