Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:40 Ólafur Ragnar gaf verðandi forseta heilræði í beinni útsendingu. vísir/anton „Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
„Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19