Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:40 Ólafur Ragnar gaf verðandi forseta heilræði í beinni útsendingu. vísir/anton „Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19