Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. júní 2016 06:00 Bernie Sanders lætur það ekki stöðva sig að Hillary Clinton sé nánast örugg með útnefningu. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira