Rangfærslur og villandi framsetning Útlendingastofnunar Gísli Hvanndal skrifar 30. maí 2016 09:55 Útlendingastofnun er gjörn á að benda á rangfærslur annarra. Það er því ekki úr vegi að benda á rangfærslur og villandi framsetningu í máli Kristínar Völundardóttur, forstjóra stofnunarinnar.Rangar og villandi tölur um veitingu hælis Í Hæpþáttum (sem finna má á ruv.is) gerir Kristín eins lítið úr synjunum og mest úr hælisveitingum eins og tungumál og tölur mögulega leyfa og leyfa ekki. Þannig man hún upp á hár að veitingar hafi verið 82 í fyrra, en synjanirnar 114 voru skv. henni „rúmlega 100“. Alls voru 323 hælismál afgreidd skv. tölum innanríkisráðuneytisins, en samt kemst Kristín að eftirfarandi niðurstöðu: „Þannig að veitingarhlutfall í verndarmálunum eða hælismálunum, það er svona á bilinu 45-50%, á hverju ári.“ Þar á hún því við mál í efnismeðferð, án þess að taka það fram sérstaklega, og tekur því ekki endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með í myndina. Sem sagt 82 mál eru helmingur af 323 málum. Í upplýsingum innanríkisráðuneytisins er tölfræðin fyrir lyktir mála kynnt svo að veiting hafi verið í 25% mála (ekki 50% eins og Kristín segir). Ef við notum sömu forsendur og Kristín er hlutfallið samt ekki nema 42% í fyrra og 40% í ár. Árið 2012 var var sambærilegt hlutfall 28%, árið 2013 var það 9%. 2014 voru veitingar að vísu 58% en þá var ekki nema rúmlega helmingur mála tekinn fyrir efnislega. Það er sem sagt rangt að hlutfallið sé 45-50% á ári hvernig sem á málið er litið.Endursendingar án efnismeðferðar fleiri en 15% Þá segir Kristín að Dyflinnarmál hafi verið 15% allra mála í fyrra. Skv. tölum innanríkisráðuneytisins voru endursendingar/frávísanir (aðrar en synjanir) 25% í fyrra. Þarna liggur munurinn í málum flóttamanna sem voru komnir með vernd í öðru ríki. Þessi mál kynnir Kristín ranglega sem 10% af synjuðum málum. Synjanir voru 35% og þessi mál bætast við það (sem og Dyflinnarmál). Ef hún kýs þessa framsetningu verður talnaskekkja hennar um veitingu í 45-50% mála enn stærri; synjunarmálum fjölgar og að sama skapi lækkar hlutfall veitinga. Eðlilegt er að flokka þessi 10% (vernd í öðru ríki) og Dyflinnarmál saman, eins og í framsetningu innanríkisráðuneytis (og eins og virðist gert í eldri ársskýrslum Útlendingastofnunar). Það er ekki stór munur á sýrlenskum flóttamanni sem neyðist til að skilja eftir fingrafar í Búlgaríu og fær svo hæli þar eða hinum sem á eftir að fá hælið. Í báðum tilvikum er ábyrgðinni kastað yfir á fyrsta skráða viðkomuland og flóttamaðurinn sendur aftur í slæmar aðstæður gegn sínum vilja. Á fyrsta ársfjórðungi 2016 eru Dyflinnarmál 36% og endursendingar þeirra sem hafa fengið vernd í öðru ríki 6%; sem sagt, Ísland tók ekki 42% mála til efnislegrar meðferðar heldur varpaði ábyrgðinni annað. Árið 2014 voru þau 44% (hér virðist vernd í öðru ríki vera inni í þeirri tölu, en það kemur ekki fram). Að taka dæmi um árið í fyrra og segja að Dyflinnarmál séu 15% er því í besta falli villandi. Íslenska ríkið sendir fólk í viðkvæmri stöðu til landa þar sem lítill eða enginn stuðningur bíður þess. Margt af þessu fólki hefur þegar komið sér fyrir á Íslandi og sér loks fyrir sér eðlilegt líf og framtíð; eitthvað sem augljóslega var ekki í boði í fyrsta viðkomulandi. Fólk sem hefur hrakist á milli landa, horfst í augu við dauðann og oftast eytt aleigunni í flóttann tekur varla ákvörðun um að flýja enn eina ferðina, til Íslands af öllum stöðum, ef líf með mannlegri reisn er þegar í boði. Eftir alla talnaleikfimina segir Kristín svo glottandi og hlæjandi í Hæpinu: „Þannig að hér er ekki mannvonska eða einhver illkvittni sem ræður för,“ svona til að gera grín að meðvirku kjánunum sem skilja ekki heiminn, en bætir svo alvarleg við, til að skóla fólk í raunveruleikanum: „Það eru lög og reglur.“ Dyflinnarreglugerðin Hún beygir þó einnig tungumálið sér í hag þegar kemur að lögum og reglum. Þannig segir hún að það séu ákveðin ákvæði í Dyflinnarreglugerðinni sem heimila ríkjum að beita henni ekki og að þessi ákvæði nýti Útlendingastofnun. Hún lætur þannig líta út eins og Íslandi beri skylda til að senda fólk aftur nema í ákveðnum tilfellum. Þetta er auðvitað blekkjandi og nærri lagi að segja að það séu viss ákvæði sem skylda ríki til að taka ábyrgð á efnislegri meðferð þó að ríkið sé ekki fyrsta viðkomuland. Dyflinnarreglugerðin í heild er svo ekkert annað en heimild ríkja til að senda fólk aftur til fyrsta viðkomulands; hún kemur ekki í veg fyrir að Ísland taki meiri ábyrgð í flóttamannamálum en það gerir, til samræmis við Norðurlönd og fleiri ríki. Tilgang Dyflinnarreglugerðarinnar segir Kristín vera þann að eitt ríki fjalli um umsókn og tiltekur tvö markmið þar að baki: „Í fyrsta lagi til að ríki geti ekki kastað umsækjanda á milli sín og sagt: „Ekki ég!“ Og líka það að það séu ekki margar umsóknir í gangi á mismunandi ríkjum.“Eze Okafor Samkvæmt öllum upplýsingum sem komið hafa fram um mál nígeríska flóttamannsins Eze Okafors er ekki hægt að sjá að endursending hans til Svíþjóðar samrýmist þessum markmiðum. Eze er nú kominn til Svíþjóðar þar sem Ísland ætlaðist til að hann sækti (aftur) um hæli á meðan hann myndi bíða eftir niðurstöðu í máli sínu um dvalarleyfi af mannúðarástæðu á Íslandi; þannig hefði honum verið kastað til baka einmitt til að vera með tvö mál í gangi á sama tíma. En nú segja Svíar: „Ekki ég!“, eins og Íslendingar hafa sagt síðustu fjögur ár, og greyið Eze, sem bjó í leiguhúnsæði, borgaði skatta og bað bænir á Íslandi þar til fyrir stuttu, hefur nú ekkert annað en Jesú Krist og fötin sem hann stendur í. Eze er á götunni í Svíþjóð, þaðan sem hann verður sendur til Nígeríu ef hann kemst ekki aftur til Íslands. Hér má lesa nánar um mál hans og skrifa undir áskorun til Ólafar Nordal um að beita sér í málinu. Þess má geta að þegar ég fór með Eze Okafor í Útlendingastofnun árið 2014 til að spyrjast fyrir um það hvenær hann fengi viðeigandi læknisþjónustu, vegna langvarandi sýkingar sem hann var með í ógrónu stungusári á höfði, var ég spurður hvort ég væri skráður talsmaður hans. Þegar ég svaraði neitandi var okkur vísað á dyr og honum sagt að fara sjálfur til Félagsþjónustunnar, sem aftur fékk engin svör frá Útlendingastofnun. Hræsni og valdníðsla Í viðtali á þeim viðeigandi degi 1. apríl sagðist Kristín vona að heimurinn verði fyrr en síðar þannig að það verði engin landamæri og dásamaði hugmyndafræðina í Star Trek: „Einn heimur og ein þjóð með öllum þjóðarbrotum.“ Sem hljómar svolítið eins og ef Sigmundur Davíð færi að dásama hugmyndafræði Rokk í Reykjavík og pönksins, við værum bara ekki tilbúin fyrir anarkíið. Þrátt fyrir hugsjónirnar kvartar Kristín þó undan meðvirkni með umsækjendum um vernd á Íslandi, sem og undan gagnrýni á stofnun sína sem fari einungis að lögum. Í því samhengi er rétt að minna á hvernig staðan á Útlendingastofnun var þegar Eze Okafor sótti um hæli. „Mannauður fór til spillis, verk voru tvítekin, hælisleitendur voru margskráðir og gögn um þá voru varðveitt á óreiðukenndan hátt. Það skorti skilning á aðstæðum hælisleitenda sem reiddu sig á kerfið og þeim var ekki haldið nægilega upplýstum. Þeir bjuggu við óöryggi, vissu ekki hvenær þeir áttu von á því að vera kallaðir í viðtal og biðu að meðaltali í 317 daga eftir úrskurði. Þegar úrskurðir bárust loks voru þeir langir, allt að fjörutíu síður, tyrfnir og erfitt fyrir hælisleitandann að átta sig á forsendum og rökstuðningi fyrir samþykki eða höfnun. Svona lýsir Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri Norður-Evrópu deildar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ástandinu í hælismálum á Íslandi, eins og það var árið 2013.“ Einnig er talað um ósamræmi í verklagi og ákvarðanatöku, sem ég sjálfur kynntist í samræðum mínum við starfsmenn stofnunarinnar þetta sama ár. Svör voru misvísandi eftir því hver var spurður og hvenær. Á endanum réð svo klassískur íslenskur kunningjaskapur því að maðurinn, sem ég var að aðstoða, fékk dvalar- og atvinnuleyfi án vandræða. Það var reyndar skammgóður vermir því að hálfu ári síðar fékk hann að kynnast fasísku hliðinni á ósamræminu. Þetta kallar Kristín sjálf valdníðslu og í máli hennar og Ólafar Nordal í Hæpinu má merkja að meginstefnan í útlendingamálum sé að ná fram mannúð með því að forðast slíka ósanngirni.Mannúðin að koma jafn illa fram við alla Í staðinn virðist hafa tekið við meiri harka, þar sem mannúðin er fólgin í því að allir eigi jafn litla möguleika, ef þeim hefur ekki tekist að finna sér beint far frá Sýrlandi til Íslands. Hin hliðin á mannúðinni er að stytta málsmeðferðartíma með því að henda fólki úr landi í skjóli nætur án fyrirvara og jafnvel án eigna sinna eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi, eins og í máli Eze. Á meðan eru kvótaflóttamennirnir ekki fleiri en svo að við náðum að kynnast þeim öllum persónulega á fyrstu vikunni eftir komu þeirra, þegar fjölmiðlar báðu þá aftur og aftur að rifja upp hræðilega fortíð og segja okkur frá framtíðaráætlunum í atvinnumálum og tungumálanámi, jafnt í móttökuathöfnum með ráðherrum og öðrum fyrirmennum og á sundlaugarbakkanum á Akureyri. Og auðvitað fengum við alltaf að heyra hvað við erum frábær! Undirskriftasöfnun og upplýsingar um mál Eze Okafor:https://www.change.org/p/%C3%B3l%C3%B6f-nordal-innanr%C3%ADkisr%C3%A1%C3%B0herra-bring-eze-back-to-iceland Ársskýrslur Útlendingastofnunar:https://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/arsskyrslur Afgreidd hælismál á þessu ári: https://utl.is/files/Tlfri_hlismla_Q1_2016.pdf Kynning innanríkisráðuneytisins á hælismálum:https://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2016/Stadan-i-haeliskerfinu-12.02.2016.pdf Frétt um ástandið í hælismálum 2013: https://www.ruv.is/frett/haelismal-stodlun-stytting-og-straumlinulogun Viðtal við Kristínu Völdunardóttur: /g/2016160409979 Landamæri 1-2 í Hæpinu: https://ruv.is/thaettir/haepid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Útlendingastofnun er gjörn á að benda á rangfærslur annarra. Það er því ekki úr vegi að benda á rangfærslur og villandi framsetningu í máli Kristínar Völundardóttur, forstjóra stofnunarinnar.Rangar og villandi tölur um veitingu hælis Í Hæpþáttum (sem finna má á ruv.is) gerir Kristín eins lítið úr synjunum og mest úr hælisveitingum eins og tungumál og tölur mögulega leyfa og leyfa ekki. Þannig man hún upp á hár að veitingar hafi verið 82 í fyrra, en synjanirnar 114 voru skv. henni „rúmlega 100“. Alls voru 323 hælismál afgreidd skv. tölum innanríkisráðuneytisins, en samt kemst Kristín að eftirfarandi niðurstöðu: „Þannig að veitingarhlutfall í verndarmálunum eða hælismálunum, það er svona á bilinu 45-50%, á hverju ári.“ Þar á hún því við mál í efnismeðferð, án þess að taka það fram sérstaklega, og tekur því ekki endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með í myndina. Sem sagt 82 mál eru helmingur af 323 málum. Í upplýsingum innanríkisráðuneytisins er tölfræðin fyrir lyktir mála kynnt svo að veiting hafi verið í 25% mála (ekki 50% eins og Kristín segir). Ef við notum sömu forsendur og Kristín er hlutfallið samt ekki nema 42% í fyrra og 40% í ár. Árið 2012 var var sambærilegt hlutfall 28%, árið 2013 var það 9%. 2014 voru veitingar að vísu 58% en þá var ekki nema rúmlega helmingur mála tekinn fyrir efnislega. Það er sem sagt rangt að hlutfallið sé 45-50% á ári hvernig sem á málið er litið.Endursendingar án efnismeðferðar fleiri en 15% Þá segir Kristín að Dyflinnarmál hafi verið 15% allra mála í fyrra. Skv. tölum innanríkisráðuneytisins voru endursendingar/frávísanir (aðrar en synjanir) 25% í fyrra. Þarna liggur munurinn í málum flóttamanna sem voru komnir með vernd í öðru ríki. Þessi mál kynnir Kristín ranglega sem 10% af synjuðum málum. Synjanir voru 35% og þessi mál bætast við það (sem og Dyflinnarmál). Ef hún kýs þessa framsetningu verður talnaskekkja hennar um veitingu í 45-50% mála enn stærri; synjunarmálum fjölgar og að sama skapi lækkar hlutfall veitinga. Eðlilegt er að flokka þessi 10% (vernd í öðru ríki) og Dyflinnarmál saman, eins og í framsetningu innanríkisráðuneytis (og eins og virðist gert í eldri ársskýrslum Útlendingastofnunar). Það er ekki stór munur á sýrlenskum flóttamanni sem neyðist til að skilja eftir fingrafar í Búlgaríu og fær svo hæli þar eða hinum sem á eftir að fá hælið. Í báðum tilvikum er ábyrgðinni kastað yfir á fyrsta skráða viðkomuland og flóttamaðurinn sendur aftur í slæmar aðstæður gegn sínum vilja. Á fyrsta ársfjórðungi 2016 eru Dyflinnarmál 36% og endursendingar þeirra sem hafa fengið vernd í öðru ríki 6%; sem sagt, Ísland tók ekki 42% mála til efnislegrar meðferðar heldur varpaði ábyrgðinni annað. Árið 2014 voru þau 44% (hér virðist vernd í öðru ríki vera inni í þeirri tölu, en það kemur ekki fram). Að taka dæmi um árið í fyrra og segja að Dyflinnarmál séu 15% er því í besta falli villandi. Íslenska ríkið sendir fólk í viðkvæmri stöðu til landa þar sem lítill eða enginn stuðningur bíður þess. Margt af þessu fólki hefur þegar komið sér fyrir á Íslandi og sér loks fyrir sér eðlilegt líf og framtíð; eitthvað sem augljóslega var ekki í boði í fyrsta viðkomulandi. Fólk sem hefur hrakist á milli landa, horfst í augu við dauðann og oftast eytt aleigunni í flóttann tekur varla ákvörðun um að flýja enn eina ferðina, til Íslands af öllum stöðum, ef líf með mannlegri reisn er þegar í boði. Eftir alla talnaleikfimina segir Kristín svo glottandi og hlæjandi í Hæpinu: „Þannig að hér er ekki mannvonska eða einhver illkvittni sem ræður för,“ svona til að gera grín að meðvirku kjánunum sem skilja ekki heiminn, en bætir svo alvarleg við, til að skóla fólk í raunveruleikanum: „Það eru lög og reglur.“ Dyflinnarreglugerðin Hún beygir þó einnig tungumálið sér í hag þegar kemur að lögum og reglum. Þannig segir hún að það séu ákveðin ákvæði í Dyflinnarreglugerðinni sem heimila ríkjum að beita henni ekki og að þessi ákvæði nýti Útlendingastofnun. Hún lætur þannig líta út eins og Íslandi beri skylda til að senda fólk aftur nema í ákveðnum tilfellum. Þetta er auðvitað blekkjandi og nærri lagi að segja að það séu viss ákvæði sem skylda ríki til að taka ábyrgð á efnislegri meðferð þó að ríkið sé ekki fyrsta viðkomuland. Dyflinnarreglugerðin í heild er svo ekkert annað en heimild ríkja til að senda fólk aftur til fyrsta viðkomulands; hún kemur ekki í veg fyrir að Ísland taki meiri ábyrgð í flóttamannamálum en það gerir, til samræmis við Norðurlönd og fleiri ríki. Tilgang Dyflinnarreglugerðarinnar segir Kristín vera þann að eitt ríki fjalli um umsókn og tiltekur tvö markmið þar að baki: „Í fyrsta lagi til að ríki geti ekki kastað umsækjanda á milli sín og sagt: „Ekki ég!“ Og líka það að það séu ekki margar umsóknir í gangi á mismunandi ríkjum.“Eze Okafor Samkvæmt öllum upplýsingum sem komið hafa fram um mál nígeríska flóttamannsins Eze Okafors er ekki hægt að sjá að endursending hans til Svíþjóðar samrýmist þessum markmiðum. Eze er nú kominn til Svíþjóðar þar sem Ísland ætlaðist til að hann sækti (aftur) um hæli á meðan hann myndi bíða eftir niðurstöðu í máli sínu um dvalarleyfi af mannúðarástæðu á Íslandi; þannig hefði honum verið kastað til baka einmitt til að vera með tvö mál í gangi á sama tíma. En nú segja Svíar: „Ekki ég!“, eins og Íslendingar hafa sagt síðustu fjögur ár, og greyið Eze, sem bjó í leiguhúnsæði, borgaði skatta og bað bænir á Íslandi þar til fyrir stuttu, hefur nú ekkert annað en Jesú Krist og fötin sem hann stendur í. Eze er á götunni í Svíþjóð, þaðan sem hann verður sendur til Nígeríu ef hann kemst ekki aftur til Íslands. Hér má lesa nánar um mál hans og skrifa undir áskorun til Ólafar Nordal um að beita sér í málinu. Þess má geta að þegar ég fór með Eze Okafor í Útlendingastofnun árið 2014 til að spyrjast fyrir um það hvenær hann fengi viðeigandi læknisþjónustu, vegna langvarandi sýkingar sem hann var með í ógrónu stungusári á höfði, var ég spurður hvort ég væri skráður talsmaður hans. Þegar ég svaraði neitandi var okkur vísað á dyr og honum sagt að fara sjálfur til Félagsþjónustunnar, sem aftur fékk engin svör frá Útlendingastofnun. Hræsni og valdníðsla Í viðtali á þeim viðeigandi degi 1. apríl sagðist Kristín vona að heimurinn verði fyrr en síðar þannig að það verði engin landamæri og dásamaði hugmyndafræðina í Star Trek: „Einn heimur og ein þjóð með öllum þjóðarbrotum.“ Sem hljómar svolítið eins og ef Sigmundur Davíð færi að dásama hugmyndafræði Rokk í Reykjavík og pönksins, við værum bara ekki tilbúin fyrir anarkíið. Þrátt fyrir hugsjónirnar kvartar Kristín þó undan meðvirkni með umsækjendum um vernd á Íslandi, sem og undan gagnrýni á stofnun sína sem fari einungis að lögum. Í því samhengi er rétt að minna á hvernig staðan á Útlendingastofnun var þegar Eze Okafor sótti um hæli. „Mannauður fór til spillis, verk voru tvítekin, hælisleitendur voru margskráðir og gögn um þá voru varðveitt á óreiðukenndan hátt. Það skorti skilning á aðstæðum hælisleitenda sem reiddu sig á kerfið og þeim var ekki haldið nægilega upplýstum. Þeir bjuggu við óöryggi, vissu ekki hvenær þeir áttu von á því að vera kallaðir í viðtal og biðu að meðaltali í 317 daga eftir úrskurði. Þegar úrskurðir bárust loks voru þeir langir, allt að fjörutíu síður, tyrfnir og erfitt fyrir hælisleitandann að átta sig á forsendum og rökstuðningi fyrir samþykki eða höfnun. Svona lýsir Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri Norður-Evrópu deildar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ástandinu í hælismálum á Íslandi, eins og það var árið 2013.“ Einnig er talað um ósamræmi í verklagi og ákvarðanatöku, sem ég sjálfur kynntist í samræðum mínum við starfsmenn stofnunarinnar þetta sama ár. Svör voru misvísandi eftir því hver var spurður og hvenær. Á endanum réð svo klassískur íslenskur kunningjaskapur því að maðurinn, sem ég var að aðstoða, fékk dvalar- og atvinnuleyfi án vandræða. Það var reyndar skammgóður vermir því að hálfu ári síðar fékk hann að kynnast fasísku hliðinni á ósamræminu. Þetta kallar Kristín sjálf valdníðslu og í máli hennar og Ólafar Nordal í Hæpinu má merkja að meginstefnan í útlendingamálum sé að ná fram mannúð með því að forðast slíka ósanngirni.Mannúðin að koma jafn illa fram við alla Í staðinn virðist hafa tekið við meiri harka, þar sem mannúðin er fólgin í því að allir eigi jafn litla möguleika, ef þeim hefur ekki tekist að finna sér beint far frá Sýrlandi til Íslands. Hin hliðin á mannúðinni er að stytta málsmeðferðartíma með því að henda fólki úr landi í skjóli nætur án fyrirvara og jafnvel án eigna sinna eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi, eins og í máli Eze. Á meðan eru kvótaflóttamennirnir ekki fleiri en svo að við náðum að kynnast þeim öllum persónulega á fyrstu vikunni eftir komu þeirra, þegar fjölmiðlar báðu þá aftur og aftur að rifja upp hræðilega fortíð og segja okkur frá framtíðaráætlunum í atvinnumálum og tungumálanámi, jafnt í móttökuathöfnum með ráðherrum og öðrum fyrirmennum og á sundlaugarbakkanum á Akureyri. Og auðvitað fengum við alltaf að heyra hvað við erum frábær! Undirskriftasöfnun og upplýsingar um mál Eze Okafor:https://www.change.org/p/%C3%B3l%C3%B6f-nordal-innanr%C3%ADkisr%C3%A1%C3%B0herra-bring-eze-back-to-iceland Ársskýrslur Útlendingastofnunar:https://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/arsskyrslur Afgreidd hælismál á þessu ári: https://utl.is/files/Tlfri_hlismla_Q1_2016.pdf Kynning innanríkisráðuneytisins á hælismálum:https://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2016/Stadan-i-haeliskerfinu-12.02.2016.pdf Frétt um ástandið í hælismálum 2013: https://www.ruv.is/frett/haelismal-stodlun-stytting-og-straumlinulogun Viðtal við Kristínu Völdunardóttur: /g/2016160409979 Landamæri 1-2 í Hæpinu: https://ruv.is/thaettir/haepid
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun