Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2016 19:14 Trump er farinn að beina sjónum sínum að Demókrötum. Vísir/Getty Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00