Heilbrigt viðskiptalíf? Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun