Heilbrigt viðskiptalíf? Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar