Mikilvæg nótt fyrir Trump og Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 07:28 Donald Trump fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Kosið var í Connecticut, Delaware, Maryland, Pennsylvaníu og á Rhode Island. Í sigurræðu sinni sagði hann allar líkur nú vera orðnar á því að hann nái að tryggja sér útnefninguna. Demókratar kusu einnig í sömu ríkjum í gær og þar sigraði Hillary Clinton í fjórum ríkjum. Keppinautur hennar, Bernie Sanders bar sigur úr býtum í Rhode Island. Fátt virðist nú geta stöðvað Clinton í að hljóta útnefninguna. Hún þarf að tryggja sér 2382 kjörmenn og er nú komin með 1622 á móti 1282 hjá Bernie Sanders. Við þá tölu bætast síðan svokallaðir ofurkjörmenn sem eru innanbúðarmenn í flokknum. Hún er talin eiga 519 atkvæði vís hjá þeim en Sanders aðeins 39.Trump veittist að Clinton í sigurræðu sinni og sagði að eina forskot hennar væri að hún væri að reyna að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna. „Ef satt skal segja, ef Hillary Clinton væri karlmaður, tel ég að hún myndi ekki fá fimm prósent atkvæða,“ sagði Trump. Hann bætti svo við að besta væri að konum væri illa við Clinton. Auk þess sagði hann að Ted Cruz og John Kasich ættu að stíga til hliðar svo hann gæti sameinað kjósendur repúblikana og að stuðningsmenn Bernie Sanders ættu að kjósa sig í forsetakosningunum. Nú væri eingöngu formsatriði að hljóta útnefningu Repúblikana.Hillary Clinton svaraði Trump og sagði hann hafa ásakað sig um að reyna að spila út „konu spilinu“. „Ef það að berjast fyrir réttindum kvenna í heilbrigðiskerfinu, launuðu fæðingarorlofi og launajafnræði er að spila út „konu spilinu“, þá er það rétt hjá honum.“ Hún reyndi einnig að brúa bilið á milli sín og stuðningsmanna Bernie Sanders. Clinton sagðist bera mikla virðingu fyrir þeim og Sanders sjálfum. Þá sérstaklega fyrir baráttu hans gegn fjárframlögum hagsmunaaðila til stjórnmálamanna og að minnka bilið á milli hæstu og lægstu launa.Velgengni Trump í gær tryggði honum ekki útnefninguna en gerði hana mun líklegri. Þá dró verulega úr líkunum á því að Cruz og Kasich gætu komið í veg fyrir að hann nái 1.237 kjörmenn. Ef hann nær því ekki verður frambjóðandi flokksins ákveðinn á flokksþingi Repúblikana í júlí, eins og Cruz og Kasich vonast eftir.Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir AP fréttaveituna er ljóst að forval Repúblikana hefur sundrað flokknum. Í Pennsylvania sögðust fjórir af tíu kjósendum í forvalinu spenntir fyrir því að Trump yrði forseti en fjórðungur sagðist óttast það að Trump næði í Hvíta húsið. Sex af tíu sögðu að forvalið hefði sundrað Repúblikanaflokknum, sem er þveröfugt viðhorf en hjá Demókrötum. Þar sögðu sjö af tíu að forvalið hefði gefið Demókrötum meiri orku og hleypt lífi í flokkinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware. 25. apríl 2016 18:50 Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Leiða saman hesta sína gegn Trump Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. 25. apríl 2016 07:25 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Donald Trump fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Kosið var í Connecticut, Delaware, Maryland, Pennsylvaníu og á Rhode Island. Í sigurræðu sinni sagði hann allar líkur nú vera orðnar á því að hann nái að tryggja sér útnefninguna. Demókratar kusu einnig í sömu ríkjum í gær og þar sigraði Hillary Clinton í fjórum ríkjum. Keppinautur hennar, Bernie Sanders bar sigur úr býtum í Rhode Island. Fátt virðist nú geta stöðvað Clinton í að hljóta útnefninguna. Hún þarf að tryggja sér 2382 kjörmenn og er nú komin með 1622 á móti 1282 hjá Bernie Sanders. Við þá tölu bætast síðan svokallaðir ofurkjörmenn sem eru innanbúðarmenn í flokknum. Hún er talin eiga 519 atkvæði vís hjá þeim en Sanders aðeins 39.Trump veittist að Clinton í sigurræðu sinni og sagði að eina forskot hennar væri að hún væri að reyna að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna. „Ef satt skal segja, ef Hillary Clinton væri karlmaður, tel ég að hún myndi ekki fá fimm prósent atkvæða,“ sagði Trump. Hann bætti svo við að besta væri að konum væri illa við Clinton. Auk þess sagði hann að Ted Cruz og John Kasich ættu að stíga til hliðar svo hann gæti sameinað kjósendur repúblikana og að stuðningsmenn Bernie Sanders ættu að kjósa sig í forsetakosningunum. Nú væri eingöngu formsatriði að hljóta útnefningu Repúblikana.Hillary Clinton svaraði Trump og sagði hann hafa ásakað sig um að reyna að spila út „konu spilinu“. „Ef það að berjast fyrir réttindum kvenna í heilbrigðiskerfinu, launuðu fæðingarorlofi og launajafnræði er að spila út „konu spilinu“, þá er það rétt hjá honum.“ Hún reyndi einnig að brúa bilið á milli sín og stuðningsmanna Bernie Sanders. Clinton sagðist bera mikla virðingu fyrir þeim og Sanders sjálfum. Þá sérstaklega fyrir baráttu hans gegn fjárframlögum hagsmunaaðila til stjórnmálamanna og að minnka bilið á milli hæstu og lægstu launa.Velgengni Trump í gær tryggði honum ekki útnefninguna en gerði hana mun líklegri. Þá dró verulega úr líkunum á því að Cruz og Kasich gætu komið í veg fyrir að hann nái 1.237 kjörmenn. Ef hann nær því ekki verður frambjóðandi flokksins ákveðinn á flokksþingi Repúblikana í júlí, eins og Cruz og Kasich vonast eftir.Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir AP fréttaveituna er ljóst að forval Repúblikana hefur sundrað flokknum. Í Pennsylvania sögðust fjórir af tíu kjósendum í forvalinu spenntir fyrir því að Trump yrði forseti en fjórðungur sagðist óttast það að Trump næði í Hvíta húsið. Sex af tíu sögðu að forvalið hefði sundrað Repúblikanaflokknum, sem er þveröfugt viðhorf en hjá Demókrötum. Þar sögðu sjö af tíu að forvalið hefði gefið Demókrötum meiri orku og hleypt lífi í flokkinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware. 25. apríl 2016 18:50 Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Leiða saman hesta sína gegn Trump Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. 25. apríl 2016 07:25 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware. 25. apríl 2016 18:50
Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Leiða saman hesta sína gegn Trump Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. 25. apríl 2016 07:25
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00