Mótmælendur töfðu ræðu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2016 21:52 Donald Trump. Vísir/Getty Hundruð mótmælenda sem höfðu safnast fyrir framan fund Repúblikana í Kaliforníu töfðu ræðu forsetaframbjóðandans Donald Trump. Leyniþjónustumenn þurftu að leiða Trump inn um hliðarinngang vegna mótmælendanna sem ítrekað ruddu sér leið í gegnum vegatálma lögreglu. Lögregluþjónar í óeirðabúnaði héldu aftur af mótmælendunum sem grýttu eggjum í þá. Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 17 mótmælendur voru handteknir. Að mestu voru mótmælin í gær friðsöm þar sem fylkingar skiptust á móðgunum sín á milli en þegar líða fór á daginn fjölgaði í hópunum og kom til átaka þeirra á milli. Þá voru rúður brotnar í lögreglubíl og var krotað á veggi hússins þar sem fundur Trump fór fram.Trump gerði grín að móttökunum þegar hann mætti í pontu og sagði að honum hefði liðið eins og hann væri að „fara yfir landamærin. Mótmælendur héldu uppi skiltum sem á stað „Stöðvið hatrið“ en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Mexíkó og innflytjendur frá Mexíkó. Hann hefur talað um Mexíkóa sem nauðgara og glæpamenn sem séu ábyrgir fyrir því að hafa flutt ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Eins og frægt er vill hann byggja vegg á landamærum ríkjanna og neyða stjórnvöld Mexíkó til þess að borga fyrir byggingu veggsins. Samkvæmt BBC er Trump einstaklega óvinsæll á meðal kjósenda frá sunnanverðri Ameríku en stór hluti íbúa Kaliforníu eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hundruð mótmælenda sem höfðu safnast fyrir framan fund Repúblikana í Kaliforníu töfðu ræðu forsetaframbjóðandans Donald Trump. Leyniþjónustumenn þurftu að leiða Trump inn um hliðarinngang vegna mótmælendanna sem ítrekað ruddu sér leið í gegnum vegatálma lögreglu. Lögregluþjónar í óeirðabúnaði héldu aftur af mótmælendunum sem grýttu eggjum í þá. Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 17 mótmælendur voru handteknir. Að mestu voru mótmælin í gær friðsöm þar sem fylkingar skiptust á móðgunum sín á milli en þegar líða fór á daginn fjölgaði í hópunum og kom til átaka þeirra á milli. Þá voru rúður brotnar í lögreglubíl og var krotað á veggi hússins þar sem fundur Trump fór fram.Trump gerði grín að móttökunum þegar hann mætti í pontu og sagði að honum hefði liðið eins og hann væri að „fara yfir landamærin. Mótmælendur héldu uppi skiltum sem á stað „Stöðvið hatrið“ en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Mexíkó og innflytjendur frá Mexíkó. Hann hefur talað um Mexíkóa sem nauðgara og glæpamenn sem séu ábyrgir fyrir því að hafa flutt ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Eins og frægt er vill hann byggja vegg á landamærum ríkjanna og neyða stjórnvöld Mexíkó til þess að borga fyrir byggingu veggsins. Samkvæmt BBC er Trump einstaklega óvinsæll á meðal kjósenda frá sunnanverðri Ameríku en stór hluti íbúa Kaliforníu eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira