Landsliðskonur sviknar um fjölda marka í Grafarvogi í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 15:30 Landsliðskonurnar Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði. Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjá meira
Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti