„Augljóslega þurfa þátttakendur að vera fleiri en einn,“ sagði Michael Clemente frá Fox í yfirlýsingu.
Trump mun þess í stað halda ræðu á ráðstefnu American Israel Public Affairs Committee. Hann segist hafa fengið að vita af kappræðunum fyrir skömmu síðan og hann hafi þegar verið búinn að segjast ætla að halda ræðuna.
Þar að auki væri búið að halda nógu margar kappræður.
„Hve oft er hægt að svara sömu spurningunni?“ sagði Trump.
"I'm not going to be doing the [@Foxnews] debate."
— FOX & Friends (@foxandfriends) March 16, 2016
-@realDonaldTrumphttps://t.co/D8DofXStMZ