Áhrifarík úrslit í kosningum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Vinsældir Trumps og Clinton fara ekki dvínandi. nordicphotos/Getty Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira