Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-21 | Grótta styrkti stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. mars 2016 13:29 Vísir/Vilhelm Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu. Olís-deild kvenna Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira
Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira