Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 07:53 Donald Trump og Ted Cruz í kappræðunum í nótt. vísir/getty Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. Gagnrýndu þeir Rubio og Cruz Trump meðal annars fyrir stefnu hans í innflytjendamálum, viðskiptaævintýri hans sem og skapgerð hans. Í umfjöllun um kappræðurnar á vef Guardian er þeim líkt við rifrildi á skólalóð. Lítið hafi verið um innihaldsríkar pólitískar rökræður heldur meira um persónulegar árásir frambjóðendanna sem berjast nú um að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara í nóvember.„Litli Marco“ og „Lygarinn Ted“ Eftir forkosningarnar á Ofurþriðjudaginn svokallaða nú í vikunni má segja að Trump hafi tekið afgerandi forystu, valdamönnum repúblikana til mikils ama sem telja það einfaldlega gefið að flokkurinn tapi í forsetakosningunum ef Trump verður þeirra frambjóðandi.Skotin gengu manna á milli í gærkvöldi þar sem Trump uppnefndi andstæðinga sína „Litla Marco“ og „Lygarann Ted.“ Cruz svaraði fyrir sig og sagði að Trump væri eins lítið barn sem vildi ekki gera annað en að rífast. Hann manaði hann svo til að reyna að telja upp að tíu: „Teldu upp að 10, Donald. Teldu upp að tíu.“Munu styðja Trump Þá var einnig rætt um stærð kynfæra Trump, reyndar að frumkvæði hans sjálfs, þar sem hann svaraði fyrir athugasemd sem Rubio gerði við stærð handa Trump á kosningaviðburði í Flórída á dögunum. Sagði Rubio að Trump væri með litlar hendur og vildi sá síðarnefndi meina að með athugasemd sinni væri Rubio að vísa í aðra líkamsparta Trump. „En ég fullvissa ykkur um að það er ekkert vandamál þar,“ sagði Trump. En þrátt fyrir uppnefnin og persónulegu árásirnar þá hétu allir frambjóðendur því að styðja við bakið á hverjum þeim sem á endanum hlýtur útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig munu þeir Cruz og Rubio styðja Trump ef til þess kemur að hann verði forsetaefni repúblikana, en auk þeirra þriggja er John Kasich, ríkisstjóri Ohio, enn með í keppninni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. Gagnrýndu þeir Rubio og Cruz Trump meðal annars fyrir stefnu hans í innflytjendamálum, viðskiptaævintýri hans sem og skapgerð hans. Í umfjöllun um kappræðurnar á vef Guardian er þeim líkt við rifrildi á skólalóð. Lítið hafi verið um innihaldsríkar pólitískar rökræður heldur meira um persónulegar árásir frambjóðendanna sem berjast nú um að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara í nóvember.„Litli Marco“ og „Lygarinn Ted“ Eftir forkosningarnar á Ofurþriðjudaginn svokallaða nú í vikunni má segja að Trump hafi tekið afgerandi forystu, valdamönnum repúblikana til mikils ama sem telja það einfaldlega gefið að flokkurinn tapi í forsetakosningunum ef Trump verður þeirra frambjóðandi.Skotin gengu manna á milli í gærkvöldi þar sem Trump uppnefndi andstæðinga sína „Litla Marco“ og „Lygarann Ted.“ Cruz svaraði fyrir sig og sagði að Trump væri eins lítið barn sem vildi ekki gera annað en að rífast. Hann manaði hann svo til að reyna að telja upp að tíu: „Teldu upp að 10, Donald. Teldu upp að tíu.“Munu styðja Trump Þá var einnig rætt um stærð kynfæra Trump, reyndar að frumkvæði hans sjálfs, þar sem hann svaraði fyrir athugasemd sem Rubio gerði við stærð handa Trump á kosningaviðburði í Flórída á dögunum. Sagði Rubio að Trump væri með litlar hendur og vildi sá síðarnefndi meina að með athugasemd sinni væri Rubio að vísa í aðra líkamsparta Trump. „En ég fullvissa ykkur um að það er ekkert vandamál þar,“ sagði Trump. En þrátt fyrir uppnefnin og persónulegu árásirnar þá hétu allir frambjóðendur því að styðja við bakið á hverjum þeim sem á endanum hlýtur útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig munu þeir Cruz og Rubio styðja Trump ef til þess kemur að hann verði forsetaefni repúblikana, en auk þeirra þriggja er John Kasich, ríkisstjóri Ohio, enn með í keppninni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00