Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2016 07:37 Vísir/Getty Bernie Sanders vann nauman sigur á Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Michigan í Bandaríkjunum í nótt, þvert á allar spár. Búist hafði verið við því að Clinton myndi vinna ríkið með um 20 prósenta mun en raunin varð önnur og Sanders hafði betur með um það bil þriggja prósenta mun.Hillary fór hins vegar létt með Sanders í hinu forvalinu sem fram fór í nótt, í Missisippi og því hefur hún aukið forskot sitt í keppninni um útnefningu flokksins. Hjá repúblikönum heldur Donald Trump áfram sigurgöngu sinni og sigraði í Mississippi og Michigan og Hawaii en Ted Cruz vann í Idaho. Nóttin var hins vegar skelfileg hjá þriðja frambjóðandanum sem talinn er eiga möguleika, Marco Rubio, sem fékk háðuglega útreið og náði ekki einu sinni þriðja sætinu í Michigan og Mississippi. Sigur Donald Trump er afgerandi þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og gagnrýni undanfarna viku. Hann hefur orðið fyrir miklum árásum frá öðrum frambjóðendum, þrýstihópum sem og öðrum Repúblikönum. Í sigurræðu sinni var Trump umkringdur af vörum sem bera nafn hans eins og steikum, vatni og víni og varði hann viðskiptasögu sína af miklum krafti. Eftir niðurstöður dagsins í dag er Hillary Clinton komin með 1.214 landsfulltrúa og Sanders með 566. Frambjóðandi Demókrata þarf 2.383 fulltrúa til að hljóta tilnefningu flokksins.Trump leiðir meðal Repúblikana með 446 fulltrúa. Cruz er með 347, Rubio með 151 og Kasich með 52. Til að hljóta tilnefningu flokksins þarf 1.237 fulltrúa. Trump um vörur sínar Blaðamannafundur Bernie Sanders eftir óvæntan sigur í Michigan Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Bernie Sanders vann nauman sigur á Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Michigan í Bandaríkjunum í nótt, þvert á allar spár. Búist hafði verið við því að Clinton myndi vinna ríkið með um 20 prósenta mun en raunin varð önnur og Sanders hafði betur með um það bil þriggja prósenta mun.Hillary fór hins vegar létt með Sanders í hinu forvalinu sem fram fór í nótt, í Missisippi og því hefur hún aukið forskot sitt í keppninni um útnefningu flokksins. Hjá repúblikönum heldur Donald Trump áfram sigurgöngu sinni og sigraði í Mississippi og Michigan og Hawaii en Ted Cruz vann í Idaho. Nóttin var hins vegar skelfileg hjá þriðja frambjóðandanum sem talinn er eiga möguleika, Marco Rubio, sem fékk háðuglega útreið og náði ekki einu sinni þriðja sætinu í Michigan og Mississippi. Sigur Donald Trump er afgerandi þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og gagnrýni undanfarna viku. Hann hefur orðið fyrir miklum árásum frá öðrum frambjóðendum, þrýstihópum sem og öðrum Repúblikönum. Í sigurræðu sinni var Trump umkringdur af vörum sem bera nafn hans eins og steikum, vatni og víni og varði hann viðskiptasögu sína af miklum krafti. Eftir niðurstöður dagsins í dag er Hillary Clinton komin með 1.214 landsfulltrúa og Sanders með 566. Frambjóðandi Demókrata þarf 2.383 fulltrúa til að hljóta tilnefningu flokksins.Trump leiðir meðal Repúblikana með 446 fulltrúa. Cruz er með 347, Rubio með 151 og Kasich með 52. Til að hljóta tilnefningu flokksins þarf 1.237 fulltrúa. Trump um vörur sínar Blaðamannafundur Bernie Sanders eftir óvæntan sigur í Michigan
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira