Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2016 15:40 Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira