Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2016 18:08 Mynd sem tekin var í Grafarvogi á fimmta tímanum af flugumferðinni yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Kristófer Helgason Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia. Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia.
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira