Armani og Gucci í boði íslenska ríkisins Eva Magnúsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opinbera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveðinni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslandspósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarnastarfsemi og annars konar rekstrarform hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta- og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnumótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verkþætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðisþjónustu, forvarna og annarra nauðsynlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frábæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jónssonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opinbera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveðinni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslandspósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarnastarfsemi og annars konar rekstrarform hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta- og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnumótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verkþætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðisþjónustu, forvarna og annarra nauðsynlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frábæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jónssonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun