Viljum við ekki þrjá milljarða? Helgi Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun