Kallaði Trump aumingja og tryllti lýðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 21:53 Jeb Bush berst fyrir lífi sínu. vísir/getty Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira