Óðum styttist í fyrstu forkosningar í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2016 06:00 Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira