Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39