Ríkisstjórn með lýðheilsu eða á móti? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun