Hugsum um góðæri Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Magnús Guðmundsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun