Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton njóta stundar milli stríða. Mjótt er á mununum milli þeirra í fyrstu ríkjunum sem velja sér forsetaefni. Nordicphotos/AFP Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56
Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00