Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Ísland vann silfur á ÓL í Peking 2008. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar árið 2016 á EM í Póllandi en berst um leið fyrir sæti á öðru stórmóti á árinu, Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Fréttablaðið skoðar hvernig Ísland kemst þangað. Það eru liðin sextán ár síðan íslenska handboltalandsliðið missti síðast af Ólympíuleikum og það þarf ýmislegt að ganga upp hjá strákunum okkar á EM ætli sagan frá 2000 ekki að endurtaka sig. Átta sæti eru enn laus í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó og Evrópuþjóðir eiga möguleika á sjö þeirra. Evrópumeistarinn fær sæti og sex sæti eru í boði í gegnum forkeppni í apríl. Íslenska landsliðið gæti því komist beint á Ólympíuleikana á EM í Póllandi með því að vinna Evrópumeistaratitilinn eða komast í úrslitaleik á móti heimsmeisturum Frakka. Raunhæfari möguleiki er að komast í forkeppnina með því að vera önnur tveggja efstu þjóða af þeim sem náðu ekki að tryggja sér sætið í gegnum HM í Katar í fyrra. Sjö þjóðir hafa þegar komist í forkeppnina en Ísland verður að vera í 1. eða 2. sæti meðal hinna þjóðanna. Ísland er í B-riðli og fer í milliriðil eitt komist liðið upp úr riðlinum. Þjóðir í sömu stöðu og Ísland eru Makedónía, Serbía, Hvíta-Rússland og Noregur. Makedóníumenn standa óvenju vel að vígi því um leið og einhver þeirra þjóða, sem hafa þegar tryggt sér sæti í forkeppninni, verður Evrópumeistari þá hoppa Makedóníumenn inn í forkeppnina sem níunda besta þjóðin á HM í Katar 2015. Í hinum milliriðlinum eru það Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland og Svartfjallaland sem þurfa að fara sömu leið og Ísland til að komast í forkeppnina. Íslenska landsliðið þarf að komast upp úr riðlinum og helst með tvö stig eða fleiri ætli liðið sér í forkeppnina. Úrslitin í öðrum riðlum ræður miklu um framhaldið því aðrar þjóðir í sömu stöðu gætu vissulega setið eftir í sínum riðli eða farið án stiga inn í milliriðilinn. Allt slíkt bætir stöðu íslensku strákanna og það gætu orðið margir „aðrir“ leikir undir smásjá íslensku þjóðarinnar enda fullt af þjóðum sem mega ekki ná lengra en Ísland. Hér fyrir ofan má sjá stöðu mála í dag og hvaða leið liggur fyrir íslenska landsliðinu nú þegar rúm vika er í Evrópumótið í Póllandi. Margir reynsluboltar liðsins hafa þegar verið með á þrennum Ólympíuleikum og unnu flestir silfurverðlaun á leikunum í Peking 2008. Þeir hinir sömu vita því hvað er í boði. Evrópumótið snýst þó um núið og að standa sig á þessu stórmóti. Bónusinn er þó af glæsilegri gerðinni enda eru það aðeins tólf þjóðir sem fá að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Leiðin þangað er vissulega erfið en ekki ófær.Grafík/Silja Ástþórsdóttir EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar árið 2016 á EM í Póllandi en berst um leið fyrir sæti á öðru stórmóti á árinu, Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Fréttablaðið skoðar hvernig Ísland kemst þangað. Það eru liðin sextán ár síðan íslenska handboltalandsliðið missti síðast af Ólympíuleikum og það þarf ýmislegt að ganga upp hjá strákunum okkar á EM ætli sagan frá 2000 ekki að endurtaka sig. Átta sæti eru enn laus í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó og Evrópuþjóðir eiga möguleika á sjö þeirra. Evrópumeistarinn fær sæti og sex sæti eru í boði í gegnum forkeppni í apríl. Íslenska landsliðið gæti því komist beint á Ólympíuleikana á EM í Póllandi með því að vinna Evrópumeistaratitilinn eða komast í úrslitaleik á móti heimsmeisturum Frakka. Raunhæfari möguleiki er að komast í forkeppnina með því að vera önnur tveggja efstu þjóða af þeim sem náðu ekki að tryggja sér sætið í gegnum HM í Katar í fyrra. Sjö þjóðir hafa þegar komist í forkeppnina en Ísland verður að vera í 1. eða 2. sæti meðal hinna þjóðanna. Ísland er í B-riðli og fer í milliriðil eitt komist liðið upp úr riðlinum. Þjóðir í sömu stöðu og Ísland eru Makedónía, Serbía, Hvíta-Rússland og Noregur. Makedóníumenn standa óvenju vel að vígi því um leið og einhver þeirra þjóða, sem hafa þegar tryggt sér sæti í forkeppninni, verður Evrópumeistari þá hoppa Makedóníumenn inn í forkeppnina sem níunda besta þjóðin á HM í Katar 2015. Í hinum milliriðlinum eru það Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland og Svartfjallaland sem þurfa að fara sömu leið og Ísland til að komast í forkeppnina. Íslenska landsliðið þarf að komast upp úr riðlinum og helst með tvö stig eða fleiri ætli liðið sér í forkeppnina. Úrslitin í öðrum riðlum ræður miklu um framhaldið því aðrar þjóðir í sömu stöðu gætu vissulega setið eftir í sínum riðli eða farið án stiga inn í milliriðilinn. Allt slíkt bætir stöðu íslensku strákanna og það gætu orðið margir „aðrir“ leikir undir smásjá íslensku þjóðarinnar enda fullt af þjóðum sem mega ekki ná lengra en Ísland. Hér fyrir ofan má sjá stöðu mála í dag og hvaða leið liggur fyrir íslenska landsliðinu nú þegar rúm vika er í Evrópumótið í Póllandi. Margir reynsluboltar liðsins hafa þegar verið með á þrennum Ólympíuleikum og unnu flestir silfurverðlaun á leikunum í Peking 2008. Þeir hinir sömu vita því hvað er í boði. Evrópumótið snýst þó um núið og að standa sig á þessu stórmóti. Bónusinn er þó af glæsilegri gerðinni enda eru það aðeins tólf þjóðir sem fá að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Leiðin þangað er vissulega erfið en ekki ófær.Grafík/Silja Ástþórsdóttir
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00
Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19
Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00
Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00
Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30