Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 6. janúar 2016 21:45 Íslandi var kippt niður á jörðina í kvöld þegar Portúgal gerði sér lítið fyrir og vann fjögurra marka sannfærandi sigur á strákunum okkar í Kaplakrika. Þetta var síðasti leikur aðalliðsins á heimavelli fyrir EM í Póllandi en það má ljóst vera eftir leik kvöldsins að Aron Kristjánsson hefur heilmikið sem hann þarf að laga fyrir mótið.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Staðan í hálfleik var 17-16, Íslandi í vil, en sóknarleikurinn hrundi í þeim síðari og Portúgalar gengu á lagið með öflugum lokamínútum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk í leiknum í kvöld og Aron Pálmarsson nýtti sex af þrettán skotum sínum. Heilt yfir var skotnýtingin ekki góð hjá strákunum (53%) en Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, átti stórleik og varði 21 skot. Fabio Antunes skoraði sex mörk í kvöld, sem og Gilberto Duarte en alls komust tíu leikmenn Portúgals á blað gegn Íslandi að þessu sinni.Hverjir fengu tækifæri? Leikurinn var sá síðasti sem fastamenn í byrjunarliði Íslands spila hér á landi fyrir EM í Póllandi en á morgun fá aðrir leikmenn tækifæri til að spreyta sig gegn þeim portúgölsku hér í Kaplakrika. Það var því forvitnilegt að sjá hvernig Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, stillti upp liði sínu í kvöld með tilliti til þess að baráttan um síðustu sætin í EM-hópnum er nú í hámarki. Vignir Svavarsson byrjaði sem línumaður í kvöld en það gæti þýtt að sæti Kára Kristjáns Kristjánssonar er í hættu. Róbert Gunnarsson fékk einnig mínútur í fyrri hálfleik en það verður að teljast ólíklegt að Aron veiti pláss í sextán manna EM-hópi sínum fyrir þrjá línumenn - fjóra ef varnamaðurinn Bjarki Már Gunnarsson er talinn með. Tandri Már Konráðsson var fyrsti varamaðurinn sem kom inn sem „þristur“ í vörn Íslands sem gæti verið góðs viti fyrir Tandra en á meðan biðu þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Ólafur Guðmundsson fyrir utan. Sóknarleikurinn olli ekki vonbrigðum fyrstu 30 mínúturnar þó svo að nýtingin hefði mátt vera mun betri. Alfredo Quintana varði tólf skot í marki Portúgals í fyrri hálfleik og gestirnir uppskáru oft ódýr mörk í kjölfarið. Varnarleikur Íslands var að sama skapi ekki góður ef frá er talinn ágætur kafli um miðjan fyrri hálfleikinn. Markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar datt þar að auki algjörlega niður síðasta stundarfjóruðng leiksins. Vinstri vængurinn hjá Portúgal fór sérstaklega illa með okkar menn en þaðan komu tíu af sextán mörkum gestanna fyrstu 30 mínúturnar.Mörg dýrkeypt mistök Strákarnir náðu ekki að bæta sitt ráð í síðari hálfleik og dró af mönnum eftir því sem leið á leikinn. Tandri Már byrjaði síðari hálfleikinn og Ólafur Guðmundsson fékk einnig mínútur en þeir, ekki frekar en aðrir, náðu ekki að halda í við gestina. Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, hélt uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og varði vel þrátt fyrir að okkar menn hafi náð að koma sér í þokkaleg færi. Strákarnir gerðu fleiri mistök þar að auki sem Portúgalar refsuðu ítrekað fyrir. Það var jafnræði með liðunum þar til tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá sigu gestirnir endanlega fram úr þegar þeir náðu að refsa fyrir ítrekuð mistök strákanna, bæði í vörn og sókn. Strákarnir voru ekki nógu góðir í kvöld og það vita þeir best sjálfir. Mistökin voru einfaldlega of mörg og þrátt fyrir ágæt tilþrif inn á milli komu of langir kaflar þar sem skorti upp á varnarleik og markvörslu. Sóknarleikurinn var öflugur í fyrri hálfleik en datt algjörlega niður í þeim síðari. Það er enn tími til að lagfæra það sem miður fór í kvöld, sem betur fer, en liðið á enn eftir að spila þrjá æfingaleiki áður en alvaran hefst í Póllandi um miðjan mánuðinn.Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/AntonGuðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“ Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur. Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“Aron: Er að leita að svörum Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn. Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“ Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“Það gekk lítið upp hjá Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og félögum hans í íslenska landsliðinu.Vísir/AntonAron Kristjánsson.Vísir/Anton EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslandi var kippt niður á jörðina í kvöld þegar Portúgal gerði sér lítið fyrir og vann fjögurra marka sannfærandi sigur á strákunum okkar í Kaplakrika. Þetta var síðasti leikur aðalliðsins á heimavelli fyrir EM í Póllandi en það má ljóst vera eftir leik kvöldsins að Aron Kristjánsson hefur heilmikið sem hann þarf að laga fyrir mótið.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Staðan í hálfleik var 17-16, Íslandi í vil, en sóknarleikurinn hrundi í þeim síðari og Portúgalar gengu á lagið með öflugum lokamínútum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk í leiknum í kvöld og Aron Pálmarsson nýtti sex af þrettán skotum sínum. Heilt yfir var skotnýtingin ekki góð hjá strákunum (53%) en Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, átti stórleik og varði 21 skot. Fabio Antunes skoraði sex mörk í kvöld, sem og Gilberto Duarte en alls komust tíu leikmenn Portúgals á blað gegn Íslandi að þessu sinni.Hverjir fengu tækifæri? Leikurinn var sá síðasti sem fastamenn í byrjunarliði Íslands spila hér á landi fyrir EM í Póllandi en á morgun fá aðrir leikmenn tækifæri til að spreyta sig gegn þeim portúgölsku hér í Kaplakrika. Það var því forvitnilegt að sjá hvernig Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, stillti upp liði sínu í kvöld með tilliti til þess að baráttan um síðustu sætin í EM-hópnum er nú í hámarki. Vignir Svavarsson byrjaði sem línumaður í kvöld en það gæti þýtt að sæti Kára Kristjáns Kristjánssonar er í hættu. Róbert Gunnarsson fékk einnig mínútur í fyrri hálfleik en það verður að teljast ólíklegt að Aron veiti pláss í sextán manna EM-hópi sínum fyrir þrjá línumenn - fjóra ef varnamaðurinn Bjarki Már Gunnarsson er talinn með. Tandri Már Konráðsson var fyrsti varamaðurinn sem kom inn sem „þristur“ í vörn Íslands sem gæti verið góðs viti fyrir Tandra en á meðan biðu þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Ólafur Guðmundsson fyrir utan. Sóknarleikurinn olli ekki vonbrigðum fyrstu 30 mínúturnar þó svo að nýtingin hefði mátt vera mun betri. Alfredo Quintana varði tólf skot í marki Portúgals í fyrri hálfleik og gestirnir uppskáru oft ódýr mörk í kjölfarið. Varnarleikur Íslands var að sama skapi ekki góður ef frá er talinn ágætur kafli um miðjan fyrri hálfleikinn. Markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar datt þar að auki algjörlega niður síðasta stundarfjóruðng leiksins. Vinstri vængurinn hjá Portúgal fór sérstaklega illa með okkar menn en þaðan komu tíu af sextán mörkum gestanna fyrstu 30 mínúturnar.Mörg dýrkeypt mistök Strákarnir náðu ekki að bæta sitt ráð í síðari hálfleik og dró af mönnum eftir því sem leið á leikinn. Tandri Már byrjaði síðari hálfleikinn og Ólafur Guðmundsson fékk einnig mínútur en þeir, ekki frekar en aðrir, náðu ekki að halda í við gestina. Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, hélt uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og varði vel þrátt fyrir að okkar menn hafi náð að koma sér í þokkaleg færi. Strákarnir gerðu fleiri mistök þar að auki sem Portúgalar refsuðu ítrekað fyrir. Það var jafnræði með liðunum þar til tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá sigu gestirnir endanlega fram úr þegar þeir náðu að refsa fyrir ítrekuð mistök strákanna, bæði í vörn og sókn. Strákarnir voru ekki nógu góðir í kvöld og það vita þeir best sjálfir. Mistökin voru einfaldlega of mörg og þrátt fyrir ágæt tilþrif inn á milli komu of langir kaflar þar sem skorti upp á varnarleik og markvörslu. Sóknarleikurinn var öflugur í fyrri hálfleik en datt algjörlega niður í þeim síðari. Það er enn tími til að lagfæra það sem miður fór í kvöld, sem betur fer, en liðið á enn eftir að spila þrjá æfingaleiki áður en alvaran hefst í Póllandi um miðjan mánuðinn.Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/AntonGuðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“ Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur. Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“Aron: Er að leita að svörum Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn. Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“ Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“Það gekk lítið upp hjá Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og félögum hans í íslenska landsliðinu.Vísir/AntonAron Kristjánsson.Vísir/Anton
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira