Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 17:34 Þýfið var að verðmæti tæplega 2 milljóna króna. vísir/getty Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30