Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 15:45 Pekeler kemur hér inn af línunni í leiknum í dag. Vísir/getty Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira
Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira