Aur fyrir aur Eva H. Baldursdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar