Mínútumaðurinn 2. júní 2015 07:00 Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun