Að flækja sig í makríltrollinu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. maí 2015 07:00 Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun