Lofar ekki stuðningi sínum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikið var deilt um hvort ætti að ræða tillögu atvinnuveganefndar áfram á þingi í gær. Umhverfisráðherra segist virða vald Alþingis til breytingartillagna. fréttablaðið/stefán Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð. Alþingi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð.
Alþingi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“