Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2025 20:15 Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar, Logi Már Einarsson menningarráðherra og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Vísir/Hjalti Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Menningarmálaráðherra kynnti tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla í dag. RÚV minnkar á auglýsingamarkaði en ríkið tekur lífeyrisskuldbindingarnar Aðgerðir fyrir einkarekna fjölmiðla fela m.a. í sér að tólf prósent af auglýsingatekjum RÚV verða veitt inn í stuðningskerfi einkarekinna fjölmiðla og er gert ráð fyrir að það geti skilað þeim allt að þrjú hundruð milljónum króna á ári. Þá er lagt til að allar auglýsingatekjur sem eru umfram tiltekið hámark, sem ekki er þó skilgreint nánar, renni einnig í pottinn. Á móti verða lífeyrisskuldbindingar RÚV upp á samtals fjóra milljarða króna færðar til ríkisins. Fjármálaráðuneytið á eftir að fara yfir nánari útfærslu á því. Nýr almannaþjónustupottur Núverandi fyrirkomulag um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði sem verið hefur um fimm hundruð milljónir króna, verður framlengt til fimm ára og greiðslum flýtt. Þá á að styðja almannaþjónustu fjölmiðla sem uppfylla sértæk skilyrði í þágu almennings um allt land. Gert er ráð fyrir að þeir fjölmiðlar fái hundrað milljónir króna strax á næsta ári. Framlögin muni svo hækka. Gangi þetta allt upp tvöfaldast framlög til einkarekinna fjölmiðla á þarnæsta ári. RÚV þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsrásir Felldar verða út kvaðir um fjölda rása ríkisútvarpsins en í núverandi lögum er því gert að miðla efni á tveimur útvarpsrásum. Skattleggja á alþjóðleg tæknifyrirtæki og stjórnarráðið mun innleiða stefnu um áskrifta- og auglýsingakaup af innlendum fjölmiðlum og beina því til undirstofnana. Loks verður greitt fyrir aðgengi annarra miðla að efni úr safni RÚV. Löngu tímabært Logi Már Einarsson menningarráðherra er sannfærður um að aðgerðingar muni efla fjölmiðlaumhverfið hér á landi. „Við erum að stefna á tvöföldun stuðnings til einkarekinna fjölmiðla. Annars vegar með þessum almenna stuðningspotti og hins vegar með framlögum til þeirra fjölmiðla sem gegna almannaþjónustuhlutverki. Sá pottur er nýr, strax á þessu ári er gert ráð fyrir að hann verði hundrað milljónir en við stefnum á að hann verði allt að þrjú hundruð milljónir króna,“ segir Logi. Hann segir þessar aðgerðir löngu tímabærar. „Það hefði þurft að ráðast í svona aðgerðir fyrir tíu árum. Því miður hefur lítið gerst fyrr en núna. Ég tel að þetta muni skipta mjög miklu máli og vonandi mun þetta skipta sköpum fyrir einhverja,“ segir hann. Logi segir í höndum stjórnar Ríkisútvarpsins að ákveða hversu margar útvarpsstöðvar verða reknar en ekki verði lengur kvaðir um að þær séu tvær. „Við afléttum þeim kröfum af þeim. Það er bara Ríkisútvarpsins og stjórnar RÚV að ákveða hversu fáar eða margar rásir verða reknar. Fræðilega þýðir það að Rás 2 þarf ekki lengur að vera til staðar,“ segir Logi. Hann segir að RÚV gegni áfram mikilvægu hlutverki. „Við ætlumst til þess að RÚV leiki hlutverk með öðrum fjölmiðlum í viðspyrnu við samkeppni erlendis frá og gagnvart lýðræði og öryggi í landinu,“ segir hann. Jákvæð skref Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar segir fyrstu viðbrögð sín við tillögunum jákvæð. Hún hefur áður bent á að takmarka þurfi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og að styðja þurfi einkarekna fjölmiðla betur. „Það hefur verið komið til móts við okkur á ýmsan máta. Til að mynda með aðgerðunum varðandi auglýsingamarkaðinn, aðgerðum gagnvart hugverkastuldi. Þá höfum við mikið talað fyrir því að einkareknir miðlar sem sinna almannavarnarhlutverki verði skilgreindir sem mikilvægir innviðir í almannahagsmunum og mér sýnist komist á móts við það í þessum aðgerðum. Þetta eru jákvæð skref en ég á eftir að skoða hvort þau dugi til,“ segir Herdís. Óvenjuleg aðferð Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir stærstu tíðindin að styrkja eigi fjölmiðla „Ég held að þetta sé heildstæður og sterkur pakki sem miðar að því að styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi en við eigum auðvitað eftir að rýna einstakar tillögur,“ segir hann. Hann telur aðgerðir stjórnvalda varðandi auglýsingar óvenjulegar. „Þetta er óvenjuleg tillaga og hugmynd. Ég þekki ekki fordæmi í Evrópu fyrir fyrirkomulagi af þessum toga. Það á eftir að útfæra þetta en við setjumst yfir það og vinnum að því,“ segir hann. Enn eigi eftir að útfæra hvað RÚV megi hafa í hámarkstekjur af auglýsingum. Hann segir mikilvægt að losna við lífeyrissjóðsskuldbindingar sem hafa hvílt lengi á RÚV upp á samtals fjóra milljarða króna. „Þetta er töluvert þungur baggi sem hefur hvílt lengi á okkur og hefur verið létt á öllum öðrum opinberum aðilum. Það var löngu tímabært að huga að þessu. Í þessu tilviki er þetta gert sem mótvægi við tekjutapi sem aðrar tillögur fela í sér,“ segir hann. Aðspurður um hvort breytingarnar feli í sér brotthvarf Rásas 2 svarar Stefán. „Það held ég ekki. Rás 2 er gríðarlega mikilvægur vettvangur, öflug útvarpsstöð. Hún er 40 ára gömul og gegnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. 19. desember 2025 14:22 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Menningarmálaráðherra kynnti tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla í dag. RÚV minnkar á auglýsingamarkaði en ríkið tekur lífeyrisskuldbindingarnar Aðgerðir fyrir einkarekna fjölmiðla fela m.a. í sér að tólf prósent af auglýsingatekjum RÚV verða veitt inn í stuðningskerfi einkarekinna fjölmiðla og er gert ráð fyrir að það geti skilað þeim allt að þrjú hundruð milljónum króna á ári. Þá er lagt til að allar auglýsingatekjur sem eru umfram tiltekið hámark, sem ekki er þó skilgreint nánar, renni einnig í pottinn. Á móti verða lífeyrisskuldbindingar RÚV upp á samtals fjóra milljarða króna færðar til ríkisins. Fjármálaráðuneytið á eftir að fara yfir nánari útfærslu á því. Nýr almannaþjónustupottur Núverandi fyrirkomulag um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði sem verið hefur um fimm hundruð milljónir króna, verður framlengt til fimm ára og greiðslum flýtt. Þá á að styðja almannaþjónustu fjölmiðla sem uppfylla sértæk skilyrði í þágu almennings um allt land. Gert er ráð fyrir að þeir fjölmiðlar fái hundrað milljónir króna strax á næsta ári. Framlögin muni svo hækka. Gangi þetta allt upp tvöfaldast framlög til einkarekinna fjölmiðla á þarnæsta ári. RÚV þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsrásir Felldar verða út kvaðir um fjölda rása ríkisútvarpsins en í núverandi lögum er því gert að miðla efni á tveimur útvarpsrásum. Skattleggja á alþjóðleg tæknifyrirtæki og stjórnarráðið mun innleiða stefnu um áskrifta- og auglýsingakaup af innlendum fjölmiðlum og beina því til undirstofnana. Loks verður greitt fyrir aðgengi annarra miðla að efni úr safni RÚV. Löngu tímabært Logi Már Einarsson menningarráðherra er sannfærður um að aðgerðingar muni efla fjölmiðlaumhverfið hér á landi. „Við erum að stefna á tvöföldun stuðnings til einkarekinna fjölmiðla. Annars vegar með þessum almenna stuðningspotti og hins vegar með framlögum til þeirra fjölmiðla sem gegna almannaþjónustuhlutverki. Sá pottur er nýr, strax á þessu ári er gert ráð fyrir að hann verði hundrað milljónir en við stefnum á að hann verði allt að þrjú hundruð milljónir króna,“ segir Logi. Hann segir þessar aðgerðir löngu tímabærar. „Það hefði þurft að ráðast í svona aðgerðir fyrir tíu árum. Því miður hefur lítið gerst fyrr en núna. Ég tel að þetta muni skipta mjög miklu máli og vonandi mun þetta skipta sköpum fyrir einhverja,“ segir hann. Logi segir í höndum stjórnar Ríkisútvarpsins að ákveða hversu margar útvarpsstöðvar verða reknar en ekki verði lengur kvaðir um að þær séu tvær. „Við afléttum þeim kröfum af þeim. Það er bara Ríkisútvarpsins og stjórnar RÚV að ákveða hversu fáar eða margar rásir verða reknar. Fræðilega þýðir það að Rás 2 þarf ekki lengur að vera til staðar,“ segir Logi. Hann segir að RÚV gegni áfram mikilvægu hlutverki. „Við ætlumst til þess að RÚV leiki hlutverk með öðrum fjölmiðlum í viðspyrnu við samkeppni erlendis frá og gagnvart lýðræði og öryggi í landinu,“ segir hann. Jákvæð skref Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar segir fyrstu viðbrögð sín við tillögunum jákvæð. Hún hefur áður bent á að takmarka þurfi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og að styðja þurfi einkarekna fjölmiðla betur. „Það hefur verið komið til móts við okkur á ýmsan máta. Til að mynda með aðgerðunum varðandi auglýsingamarkaðinn, aðgerðum gagnvart hugverkastuldi. Þá höfum við mikið talað fyrir því að einkareknir miðlar sem sinna almannavarnarhlutverki verði skilgreindir sem mikilvægir innviðir í almannahagsmunum og mér sýnist komist á móts við það í þessum aðgerðum. Þetta eru jákvæð skref en ég á eftir að skoða hvort þau dugi til,“ segir Herdís. Óvenjuleg aðferð Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir stærstu tíðindin að styrkja eigi fjölmiðla „Ég held að þetta sé heildstæður og sterkur pakki sem miðar að því að styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi en við eigum auðvitað eftir að rýna einstakar tillögur,“ segir hann. Hann telur aðgerðir stjórnvalda varðandi auglýsingar óvenjulegar. „Þetta er óvenjuleg tillaga og hugmynd. Ég þekki ekki fordæmi í Evrópu fyrir fyrirkomulagi af þessum toga. Það á eftir að útfæra þetta en við setjumst yfir það og vinnum að því,“ segir hann. Enn eigi eftir að útfæra hvað RÚV megi hafa í hámarkstekjur af auglýsingum. Hann segir mikilvægt að losna við lífeyrissjóðsskuldbindingar sem hafa hvílt lengi á RÚV upp á samtals fjóra milljarða króna. „Þetta er töluvert þungur baggi sem hefur hvílt lengi á okkur og hefur verið létt á öllum öðrum opinberum aðilum. Það var löngu tímabært að huga að þessu. Í þessu tilviki er þetta gert sem mótvægi við tekjutapi sem aðrar tillögur fela í sér,“ segir hann. Aðspurður um hvort breytingarnar feli í sér brotthvarf Rásas 2 svarar Stefán. „Það held ég ekki. Rás 2 er gríðarlega mikilvægur vettvangur, öflug útvarpsstöð. Hún er 40 ára gömul og gegnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. 19. desember 2025 14:22 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. 19. desember 2025 14:22