Staðreyndir um kjaramál Árni Páll Árnason skrifar 30. apríl 2015 06:30 Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér ályktun um kjaramál í síðustu viku. Viðskiptaráð sendi af því tilefni frá sér yfirlýsingu þar sem ályktunin var sögð innihalda „fjölmargar rangfærslur“ og vera „til þess fallin að afvegaleiða umræðu um kjaramál“. Sú gagnrýni stenst ekki. Um jöfnuð og dreifingu auðs og tekna – Ríkustu 5% landsmanna eiga nærri helming af öllum auði Jöfnuður á Íslandi jókst í tíð ríkisstjórnar jafnaðarmanna og er góður í alþjóðlegu samhengi eins og Viðskiptaráð bendir á. Ráðið vísar í Gini-stuðulinn máli sínu til stuðnings og sá stuðull var vissulega lægri árið 2013 en árið 2009. Það er ekki umdeilt. Aðgerðir sitjandi ríkisstjórnar gefa hins vegar fullt tilefni til þess að ætla að ójöfnuður fari vaxandi. Lækkun veiðigjalda, tekjuskattsbreytingar, hækkun matarskatts, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðisþjónustu og afnám auðlegðarskatts eru allt aðgerðir sem auka á ójöfnuð og valda þeirri samfélagsólgu sem nú er uppi. Við þessu er launafólk að bregðast með kröfum sínum. Það verður ekki sátt um aukinn ójöfnuð. Framsetning Viðskiptaráðs segir í besta falli hálfa söguna. Misskipting fór hratt vaxandi frá aldamótum og fram að hruni, hvort sem horft er til launa eða auðs. Misskiptingin í dag er því meiri en áður þekktist á Íslandi, þótt staðan hafi batnað nokkuð í stjórnartíð jafnaðarmanna eftir hrun. Þetta er skýrt í svari við fyrirspurn minni um skiptingu auðs og tekna í landinu á vef Alþingis. Ríkustu 5 prósent landsmanna eiga nú nærri helming af öllum auði landsmanna, en slíkar tölur sáust fyrst á árunum fyrir hrun.Meiri tekjur af auðlindum þjóðarinnar Viðskiptaráð segir launahlutfall vera hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það er rétt og um það er ekki deilt. Í ályktun þingflokksins er augljóslega ekki verið að vísa í neitt launahlutfall heldur vannýtt tækifæri til að afla meiri tekna af sameiginlegum auðlindum okkar til að auka hagsæld allra. Reglulega heyrum við fréttir af því hversu miklar tekjur hægt væri að hafa af auðlindum þjóðarinnar með skynsamlegu skipulagi, en sitjandi ríkisstjórn kýs að nýta ekki þau tækifæri. Ástæðan er varðstaða um hagsmuni þeirra sem hagnast á óbreyttu ástandi. Samfylkingin hefur lagt til gjaldtöku af allri auðlindanýtingu, gjald á úthlutun nýrra fisktegunda eins og makríls, fyrningarleið í sjávarútvegi, hagkvæmari landbúnaðarstefnu og könnun á hagkvæmni sæstrengs með raforku, svo nokkur dæmi séu nefnd. Tillögur Samfylkingarinnar hafa samhljóm með tillögum færustu sérfræðinga, svo sem skýrsluhöfunda McKinsey-skýrslunnar og oft hefur gætt samhljóms milli tillögugerðar okkar og Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð á hrós skilið fyrir það og við hvetjum ráðið til dáða í baráttunni gegn þeirri deyðandi hendi hagsmunavörslu fyrir útvaldar atvinnugreinar sem ríkisstjórnin heldur nú yfir viðskiptalífinu. Bitnar hækkun lægstu launa á tekjulágum barnafjölskyldum? Viðskiptaráð heldur því fram að ef gengið yrði að kröfum um 300 þúsund króna lágmarkslaun á næstu þremur árum myndi það leiða til tugprósenta verðbólgu. Forsendur þeirrar ályktunar hljóta að vera eftirfarandi: Að sambærilegar launahækkanir muni ganga upp allan launastigann og verðlag hækki í sama hlutfalli og laun. Þetta er raunveruleg hætta. Við stöndum frammi fyrir henni vegna þess að ríkisstjórnin og forystumenn atvinnulífsins hafa ekki getað sýnt launafólki fram á að hófsamar kröfur geti skapað fullnægjandi ávinning. Framlag ríkisstjórnarinnar hefur verið einhliða skerðing kjarasamningsbundinna réttinda launafólks eins og réttar til atvinnuleysisbóta, lækkun veiðigjalda, hækkun matarskatts, aukin kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu, afnám auðlegðarskatts og tekjuskattslækkun sem skilaði fólki með tekjur yfir 840 þúsund krónum 3.500 krónum í skattalækkun á mánuði og fólki með undir 250 þúsund krónum engu. Hvernig á almennt launafólk að sætta sig við hógværar launahækkanir ef þetta er framlag ríkisstjórnarinnar til samfélagssáttarinnar? Þar fyrir utan hefur ríkisstjórnin sjálf samið við aðra hópa um allt aðrar og hærri tölur en fólust í hinni almennu launastefnu. Framlag forystu atvinnulífsins hefur svo verið hækkanir til millistjórnenda og yfirstjórna langt umfram almenn viðmið um hófsama kjarasamninga. Þegar vinnubrögðin eru svona er friður rofinn á vinnumarkaði. Almennt launafólk getur ekki borið eitt ábyrgð á stöðugleika sem stjórn HB Granda og aðrar topphúfur atvinnulífsins telja sig ekki þurfa að leggja neitt af mörkum til að tryggja. Þótt forysta atvinnulífsins hafi oft haft skynsamleg áform, sýpur hún nú seyðið af gírugheitum einstakra forystumanna í atvinnulífinu og af skaðlegri ríkisstjórn.Samstarf besta leiðin Besta leiðin til að tryggja sanngjarna dreifingu launahækkana, raunverulegan ávinning þeirra sem mest þurfa á að halda og raunverulegan stöðugleika er með virku samstarfi á vinnumarkaði, milli launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda. Það er sú leið sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa valið með góðum árangri. Það er sú leið sem við í Samfylkingunni völdum á landsfundi okkar og skuldbindum okkur til að fara þegar við komum aftur að landsstjórninni. Því miður hefur núverandi ríkisstjórn ekki horft eftir fyrirmyndum úr þeirri átt eða til heildarmyndarinnar heldur kosið að ganga eigin veg í þröngri hagsmunagæslu fyrir fámennar fákeppnisklíkur. Það ætti að vera stærsta áhyggjuefni Viðskiptaráðs Íslands og allra sem vilja vinna að almannaheill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér ályktun um kjaramál í síðustu viku. Viðskiptaráð sendi af því tilefni frá sér yfirlýsingu þar sem ályktunin var sögð innihalda „fjölmargar rangfærslur“ og vera „til þess fallin að afvegaleiða umræðu um kjaramál“. Sú gagnrýni stenst ekki. Um jöfnuð og dreifingu auðs og tekna – Ríkustu 5% landsmanna eiga nærri helming af öllum auði Jöfnuður á Íslandi jókst í tíð ríkisstjórnar jafnaðarmanna og er góður í alþjóðlegu samhengi eins og Viðskiptaráð bendir á. Ráðið vísar í Gini-stuðulinn máli sínu til stuðnings og sá stuðull var vissulega lægri árið 2013 en árið 2009. Það er ekki umdeilt. Aðgerðir sitjandi ríkisstjórnar gefa hins vegar fullt tilefni til þess að ætla að ójöfnuður fari vaxandi. Lækkun veiðigjalda, tekjuskattsbreytingar, hækkun matarskatts, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðisþjónustu og afnám auðlegðarskatts eru allt aðgerðir sem auka á ójöfnuð og valda þeirri samfélagsólgu sem nú er uppi. Við þessu er launafólk að bregðast með kröfum sínum. Það verður ekki sátt um aukinn ójöfnuð. Framsetning Viðskiptaráðs segir í besta falli hálfa söguna. Misskipting fór hratt vaxandi frá aldamótum og fram að hruni, hvort sem horft er til launa eða auðs. Misskiptingin í dag er því meiri en áður þekktist á Íslandi, þótt staðan hafi batnað nokkuð í stjórnartíð jafnaðarmanna eftir hrun. Þetta er skýrt í svari við fyrirspurn minni um skiptingu auðs og tekna í landinu á vef Alþingis. Ríkustu 5 prósent landsmanna eiga nú nærri helming af öllum auði landsmanna, en slíkar tölur sáust fyrst á árunum fyrir hrun.Meiri tekjur af auðlindum þjóðarinnar Viðskiptaráð segir launahlutfall vera hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það er rétt og um það er ekki deilt. Í ályktun þingflokksins er augljóslega ekki verið að vísa í neitt launahlutfall heldur vannýtt tækifæri til að afla meiri tekna af sameiginlegum auðlindum okkar til að auka hagsæld allra. Reglulega heyrum við fréttir af því hversu miklar tekjur hægt væri að hafa af auðlindum þjóðarinnar með skynsamlegu skipulagi, en sitjandi ríkisstjórn kýs að nýta ekki þau tækifæri. Ástæðan er varðstaða um hagsmuni þeirra sem hagnast á óbreyttu ástandi. Samfylkingin hefur lagt til gjaldtöku af allri auðlindanýtingu, gjald á úthlutun nýrra fisktegunda eins og makríls, fyrningarleið í sjávarútvegi, hagkvæmari landbúnaðarstefnu og könnun á hagkvæmni sæstrengs með raforku, svo nokkur dæmi séu nefnd. Tillögur Samfylkingarinnar hafa samhljóm með tillögum færustu sérfræðinga, svo sem skýrsluhöfunda McKinsey-skýrslunnar og oft hefur gætt samhljóms milli tillögugerðar okkar og Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð á hrós skilið fyrir það og við hvetjum ráðið til dáða í baráttunni gegn þeirri deyðandi hendi hagsmunavörslu fyrir útvaldar atvinnugreinar sem ríkisstjórnin heldur nú yfir viðskiptalífinu. Bitnar hækkun lægstu launa á tekjulágum barnafjölskyldum? Viðskiptaráð heldur því fram að ef gengið yrði að kröfum um 300 þúsund króna lágmarkslaun á næstu þremur árum myndi það leiða til tugprósenta verðbólgu. Forsendur þeirrar ályktunar hljóta að vera eftirfarandi: Að sambærilegar launahækkanir muni ganga upp allan launastigann og verðlag hækki í sama hlutfalli og laun. Þetta er raunveruleg hætta. Við stöndum frammi fyrir henni vegna þess að ríkisstjórnin og forystumenn atvinnulífsins hafa ekki getað sýnt launafólki fram á að hófsamar kröfur geti skapað fullnægjandi ávinning. Framlag ríkisstjórnarinnar hefur verið einhliða skerðing kjarasamningsbundinna réttinda launafólks eins og réttar til atvinnuleysisbóta, lækkun veiðigjalda, hækkun matarskatts, aukin kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu, afnám auðlegðarskatts og tekjuskattslækkun sem skilaði fólki með tekjur yfir 840 þúsund krónum 3.500 krónum í skattalækkun á mánuði og fólki með undir 250 þúsund krónum engu. Hvernig á almennt launafólk að sætta sig við hógværar launahækkanir ef þetta er framlag ríkisstjórnarinnar til samfélagssáttarinnar? Þar fyrir utan hefur ríkisstjórnin sjálf samið við aðra hópa um allt aðrar og hærri tölur en fólust í hinni almennu launastefnu. Framlag forystu atvinnulífsins hefur svo verið hækkanir til millistjórnenda og yfirstjórna langt umfram almenn viðmið um hófsama kjarasamninga. Þegar vinnubrögðin eru svona er friður rofinn á vinnumarkaði. Almennt launafólk getur ekki borið eitt ábyrgð á stöðugleika sem stjórn HB Granda og aðrar topphúfur atvinnulífsins telja sig ekki þurfa að leggja neitt af mörkum til að tryggja. Þótt forysta atvinnulífsins hafi oft haft skynsamleg áform, sýpur hún nú seyðið af gírugheitum einstakra forystumanna í atvinnulífinu og af skaðlegri ríkisstjórn.Samstarf besta leiðin Besta leiðin til að tryggja sanngjarna dreifingu launahækkana, raunverulegan ávinning þeirra sem mest þurfa á að halda og raunverulegan stöðugleika er með virku samstarfi á vinnumarkaði, milli launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda. Það er sú leið sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa valið með góðum árangri. Það er sú leið sem við í Samfylkingunni völdum á landsfundi okkar og skuldbindum okkur til að fara þegar við komum aftur að landsstjórninni. Því miður hefur núverandi ríkisstjórn ekki horft eftir fyrirmyndum úr þeirri átt eða til heildarmyndarinnar heldur kosið að ganga eigin veg í þröngri hagsmunagæslu fyrir fámennar fákeppnisklíkur. Það ætti að vera stærsta áhyggjuefni Viðskiptaráðs Íslands og allra sem vilja vinna að almannaheill.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun