Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng svavar hávarðsson skrifar 22. apríl 2015 08:15 Yfirfall Hálslóns er oft nefnt sem dæmi um ótrygga vatnsorku með of lítið afhendingaröryggi fyrir iðnað – en myndi nýtast með sæstreng. mynd/landsvirkjun „Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þetta verkefni að hraða þessari vinnu og ég held að ráðherra sé að gera það. Við þurfum forsendur verkefnisins á hreint svo við getum farið að ræða þetta af einhverri alvöru, og annaðhvort slá málið út af borðinu eða vinna áfram með það,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um undirbúningsvinnu stjórnvalda vegna hugsanlegrar lagningar raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið á mánudag að bresk stjórnvöld vilji eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar sé engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gefi afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti.Sjá einnig:Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hérJón Gunnarssonvísir/vilhelmJón sér ekkert sem mælir á móti því að viðræður við Breta séu teknar upp þó unnið sé að málinu hérna heima á sama tíma. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki upplýsingar um hvort Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafi nýlega verið í sambandi við bresk stjórnvöld vegna málsins. „Mín skoðun er sú, eins og kom fram í nefndaráliti með skýrslu ráðgjafarhóps ráðherra í fyrra, að það bæri að hraða málinu eins og kostur er. Það þarf að sannreyna hvar Bretar standa og forsendur sem liggja að baki áhuga þeirra. Einnig þarf að fá á hreint hvaða áhrif þetta hefur á orkuverð hér innanlands, hver efnahagsleg áhrif verða í víðu samhengi og ekki síst hvað þetta þýðir í umhverfislegu tilliti – hvernig orkuöflun verður háttað fyrir sæstreng ef til hans kæmi. Þetta eru grundvallaratriði sem standa enn út af borðinu og ég tel mikilvægt að fá svör við þessum spurningum fyrr en seinna,“ segir Jón. Jón, sem sat fundinn á mánudag, nefnir í þessu samhengi orð Hendrys um að sú stund nálgist hjá Bretum að þeir þurfi að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfi þeirra verður uppbyggt eftir 2020. Málið hafi líka snertifleti við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér innanlands. „Það er betra að niðurstaða liggi fyrir í þessu máli svo hægt sé að taka mið af því við þá uppbyggingu flutningskerfisins sem er fram undan,“ segir Jón. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
„Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þetta verkefni að hraða þessari vinnu og ég held að ráðherra sé að gera það. Við þurfum forsendur verkefnisins á hreint svo við getum farið að ræða þetta af einhverri alvöru, og annaðhvort slá málið út af borðinu eða vinna áfram með það,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um undirbúningsvinnu stjórnvalda vegna hugsanlegrar lagningar raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráðgjafi hjá Atlantic Superconnection Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið á mánudag að bresk stjórnvöld vilji eindregið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar sé engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gefi afdráttarlaus svör á þessum tímapunkti.Sjá einnig:Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hérJón Gunnarssonvísir/vilhelmJón sér ekkert sem mælir á móti því að viðræður við Breta séu teknar upp þó unnið sé að málinu hérna heima á sama tíma. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki upplýsingar um hvort Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafi nýlega verið í sambandi við bresk stjórnvöld vegna málsins. „Mín skoðun er sú, eins og kom fram í nefndaráliti með skýrslu ráðgjafarhóps ráðherra í fyrra, að það bæri að hraða málinu eins og kostur er. Það þarf að sannreyna hvar Bretar standa og forsendur sem liggja að baki áhuga þeirra. Einnig þarf að fá á hreint hvaða áhrif þetta hefur á orkuverð hér innanlands, hver efnahagsleg áhrif verða í víðu samhengi og ekki síst hvað þetta þýðir í umhverfislegu tilliti – hvernig orkuöflun verður háttað fyrir sæstreng ef til hans kæmi. Þetta eru grundvallaratriði sem standa enn út af borðinu og ég tel mikilvægt að fá svör við þessum spurningum fyrr en seinna,“ segir Jón. Jón, sem sat fundinn á mánudag, nefnir í þessu samhengi orð Hendrys um að sú stund nálgist hjá Bretum að þeir þurfi að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfi þeirra verður uppbyggt eftir 2020. Málið hafi líka snertifleti við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér innanlands. „Það er betra að niðurstaða liggi fyrir í þessu máli svo hægt sé að taka mið af því við þá uppbyggingu flutningskerfisins sem er fram undan,“ segir Jón.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira