Hugleiðingar um spunalækna og mannasiði úr Cheerios-pakka Eva Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Af hverju verða sum fyrirtæki og einstaklingar svona illa úti í fjölmiðlaumræðu? Það er ekki endilega vegna þess að fyrirtækin eða einstaklingarnir séu alslæmir heldur getur ástæðan oft verið klaufaskapur í samskiptum við fjölmiðla, hroki, undanskot upplýsinga eða almennur skortur á því að koma fyrir sig orði. Þá er vinsælt að tala illa um fjölmiðilinn. Að vísu eru fjölmiðlar mismunandi óvægnir og geta elt einstaklinga og fyrirtæki í langan tíma. Það er oft ástæða fyrir því. Samfélagsmiðlarnir ala einnig við sitt brjóst „fjölmiðlafólk“ eða almenning sem leitast við að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og er á stundum líkt og mannasiðir samfélagsdólga séu fengnir úr Cheerios-pakka. Þessum tilfinningaríku samskiptum á samfélagsmiðlum er oft erfitt að svara án þess að það kalli á ennþá meira skítkast. Sumir telja að almannatengsl séu froða og það fólk sem starfar við að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma boðskap sínum til fjölmiðla er stundum kallað spunalæknar, e. spindoctors. Yfirleitt notað í neikvæðri merkingu og reynt að gera störf þeirra tortryggileg. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur, almannatenglar eru oftast nær fólk með mikla reynslu, hefur oft starfað í fjölmiðlum í langan tíma og er sérfræðingar í því að búa til fréttir sem ná athygli almennings og miðla þeim til fjölmiðla, en eru núna hinum megin við borðið.Réttar upplýsingar Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í almannatengslum þá starfaði ég hjá sjálfum meistara almannatengslanna, Jóni Hákoni Magnússyni heitnum, en hann stofnaði fyrsta almannatengslafyrirtækið á Íslandi árið 1986. Hann tók sem dæmi að sum fyrirtæki héldu eftir og reyndu að villa um fyrir fjölmiðlum með því að segja 99% sannleikans. Þau sem það gera lendi illa í því vegna þess að fréttin muni að lokum snúast um þetta 1% sem reynt var að halda eftir. Þetta þýðir í raun að það borgi sig að tæma málið strax því sannleikurinn leiti alltaf upp á yfirborðið. Þegar fyrirtæki lenda í áföllum og fjölmiðlar hefja umfjöllun þá skipta fyrstu viðbrögðin miklu máli. Ekki ljúga, segið vondu fréttina strax líkt og að rífa af plástur. Það skiptir miklu máli að vera mannlegur, hroki er óvinur okkar allra og sannleikurinn er sagna bestur. Þessar og margar aðrar lífsreglur er gott að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla. Heiðarleiki er líka dyggð og hvorki Róm né traust til fyrirtækja var byggt á einum degi. Fjölmiðlafólk er ekki óvinurinn og er að vinna vinnuna sína, flestir bara nokkuð vel. Þeir þurfa því án undantekninga á aðstoð fólks að halda við að miðla réttum upplýsingum til almennings og er þá stundum gott að geta leitað til sérfræðinga. „Ég hef ekkert að segja,“ gerir oft illt verra og þögn undirstrikar sektarkennd. Segðu satt – almannatengill eða hver sá sem lýgur að fjölmiðlum lifir ekki lengi í starfi. Það gerir aftur á móti sá sem tekst á við erfiðleikana, biðst afsökunar á mistökum og kemur á framfæri hvað hann ætlar að gera til þess að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju verða sum fyrirtæki og einstaklingar svona illa úti í fjölmiðlaumræðu? Það er ekki endilega vegna þess að fyrirtækin eða einstaklingarnir séu alslæmir heldur getur ástæðan oft verið klaufaskapur í samskiptum við fjölmiðla, hroki, undanskot upplýsinga eða almennur skortur á því að koma fyrir sig orði. Þá er vinsælt að tala illa um fjölmiðilinn. Að vísu eru fjölmiðlar mismunandi óvægnir og geta elt einstaklinga og fyrirtæki í langan tíma. Það er oft ástæða fyrir því. Samfélagsmiðlarnir ala einnig við sitt brjóst „fjölmiðlafólk“ eða almenning sem leitast við að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og er á stundum líkt og mannasiðir samfélagsdólga séu fengnir úr Cheerios-pakka. Þessum tilfinningaríku samskiptum á samfélagsmiðlum er oft erfitt að svara án þess að það kalli á ennþá meira skítkast. Sumir telja að almannatengsl séu froða og það fólk sem starfar við að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma boðskap sínum til fjölmiðla er stundum kallað spunalæknar, e. spindoctors. Yfirleitt notað í neikvæðri merkingu og reynt að gera störf þeirra tortryggileg. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur, almannatenglar eru oftast nær fólk með mikla reynslu, hefur oft starfað í fjölmiðlum í langan tíma og er sérfræðingar í því að búa til fréttir sem ná athygli almennings og miðla þeim til fjölmiðla, en eru núna hinum megin við borðið.Réttar upplýsingar Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í almannatengslum þá starfaði ég hjá sjálfum meistara almannatengslanna, Jóni Hákoni Magnússyni heitnum, en hann stofnaði fyrsta almannatengslafyrirtækið á Íslandi árið 1986. Hann tók sem dæmi að sum fyrirtæki héldu eftir og reyndu að villa um fyrir fjölmiðlum með því að segja 99% sannleikans. Þau sem það gera lendi illa í því vegna þess að fréttin muni að lokum snúast um þetta 1% sem reynt var að halda eftir. Þetta þýðir í raun að það borgi sig að tæma málið strax því sannleikurinn leiti alltaf upp á yfirborðið. Þegar fyrirtæki lenda í áföllum og fjölmiðlar hefja umfjöllun þá skipta fyrstu viðbrögðin miklu máli. Ekki ljúga, segið vondu fréttina strax líkt og að rífa af plástur. Það skiptir miklu máli að vera mannlegur, hroki er óvinur okkar allra og sannleikurinn er sagna bestur. Þessar og margar aðrar lífsreglur er gott að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla. Heiðarleiki er líka dyggð og hvorki Róm né traust til fyrirtækja var byggt á einum degi. Fjölmiðlafólk er ekki óvinurinn og er að vinna vinnuna sína, flestir bara nokkuð vel. Þeir þurfa því án undantekninga á aðstoð fólks að halda við að miðla réttum upplýsingum til almennings og er þá stundum gott að geta leitað til sérfræðinga. „Ég hef ekkert að segja,“ gerir oft illt verra og þögn undirstrikar sektarkennd. Segðu satt – almannatengill eða hver sá sem lýgur að fjölmiðlum lifir ekki lengi í starfi. Það gerir aftur á móti sá sem tekst á við erfiðleikana, biðst afsökunar á mistökum og kemur á framfæri hvað hann ætlar að gera til þess að þau endurtaki sig ekki.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun