Tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið Tómas Þór Þórðarsn skrifar 24. mars 2015 06:00 Halldór Harri klárar tímabilið með Haukum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur. Olís-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Sjá meira
„Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur.
Olís-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Sjá meira