Versta mögulega niðurstaðan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. mars 2015 07:30 Árna Páls Árnasonar bíður erfitt verkefni. Hann þarf að stilla saman strengi samfylkingarfólks á seinni hluta kjörtímabilsins. fréttablaðið/ernir Landsfundur hjá stjórnmálaflokki þar sem ekki er sótt að formanni snýst samkvæmt hefðinni um það að hrista fólk saman, skerpa línurnar varðandi málefni og brýna fólk til dáða. Það á ekki síst við þegar flokknum gengur illa í skoðanakönnunum. Fram á fimmtudagskvöld leit út fyrir að landsfundur Samfylkingarinnar færi nákvæmlega eftir þessari forskrift. Fyrirhuguð mæting var eftir því, margt áhrifafólk innan flokksins ætlaði að eyða helginni í annað. Allt breyttist þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt. Framboð Sigríðar kom flestum í algjörlega opna skjöldu. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þarf að skila inn framboði til formanns nokkru fyrir landsfund, sé ætlunin að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla allra flokksmanna. Og það er það sem flokkurinn hefur stært sig af; lýðræðið sem felst í því að allir flokksmenn velji formann. Hins vegar bjóða lögin upp á það að hægt sé að bjóða sig fram til formennsku þannig að landsfundarfulltrúar einir kjósi. Það er það lagaákvæði sem Sigríður Ingibjörg nýtti sér og sama hvað fólki finnst um framboð hennar þá er það kristaltært að það var að fullu samkvæmt lögum flokksins.Formaðurinn sleginn Það þurfti ekki sérfræðinga í líkamstjáningu til að sjá að Árni Páll Árnason, formaður flokksins, var sleginn yfir framboðinu. Átakalítill fundur um málefni breyttist á örskotsstundu í kosningu um framtíð hans á formannsstóli. Og blessað Facebook spilaði sína rullu. Nútímakosningabarátta fer að stórum hluta til fram þar og þeir sem renndu yfir læk og ummæli við framboðstilkynningar Sigríðar Ingibjargar sáu í hendi sér að hún naut umtalsverðs stuðnings hjá mörgum áhrifamönnum. Og þá fór allt í einu að skipta höfuðmáli hverjir höfðu valist sem fulltrúar á landsfund. Formaðurinn, áskorandinn og stuðningsmenn þeirra settust yfir hausatalningu. Fáir voru þó til þess að spá því að Sigríður ætti raunhæfa möguleika á að sigra Árna Pál. Margir litu á hennar framboð sem leið hennar til að styrkja sig í sessi innan flokksins í Reykjavík, samhliða því að koma óánægju sinni með forystuna á framfæri.Sjálfum sér verst Reyndin varð eins og úr pólitískum reyfara. Eitt atkvæði skildi á milli frambjóðendanna. Og til að bæta smá skammti af absúrdisma inn í spennuna fékk Anna Pála Sverrisdóttir eitt atkvæði, sem varð til þess að hún þurfti að sverja af sér að hafa kosið sjálfa sig. Sigríður Ingibjörg lýsti því strax yfir að hún mundi berjast áfram fyrir framgangi Samfylkingarinnar, engir óvinir væru innan flokksins, þá væri að finna í ríkisstjórn. Árni Páll sagðist skynja kröfu um breytingar og vera tilbúinn til að verða við þeirri kröfu. Þannig hefði mögulega mátt ljúka málinu og halda áfram veginn, ekkert stopp, en aftur kom blessað Facebook til sögunnar. Facebook er nefnilega einkafjölmiðill hvers notanda og ekki leið á löngu þar til yfirlýsingarnar fóru að berast út. Brigsl um valdaránstilraun, lúalegt herbragð og ýmislegt í þeim dúr birtist og allt í einu var málið ekki farið að snúast um formannskjör þar sem einn frambjóðandi vann og annar tapaði. Samfylkingarfólk var sjálfu sér verst í kjölfarið á kosningunum. Hafi einhver vonast til þess að enn gætu flokksmenn komið fram samhentir út á við, var fljótlega ljóst að það var borin von. Og meira að segja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, hnýtti í Sigríði Ingibjörgu fyrir framboðið, en hingað til hefur verið litið svo á að Sigríður sækti stuðning til Ingibjargar Sólrúnar.Allir óánægðir Segja má að allir hafi gengið óánægðir frá formannskjörinu. Árni Páll sigraði með einu atkvæði, sem er afskaplega veikt umboð. Fjölmargir sem Fréttablaðið ræddi við benda á að niðurstaðan hefði orðið önnur ef fram hefði farið allsherjaratkvæðagreiðsla, en slík viðtengingarháttsfræði skipta engu. Sú atkvæðagreiðsla fór aldrei fram og eftir stendur sú staðreynd að eitt atkvæði skildi á milli leiðtoga Samfylkingarinnar og óbreytts þingmanns. Sigríður Ingibjörg fékk hins vegar óþægilega mikinn stuðning, miðað við það að vinna ekki. Eitt er að fá töluvert af atkvæðum og styrkja þannig framtíðarstöðu sína. Í slíkri stöðu hefðu 40 prósent atkvæða verið sigur. Að skipta fundinum í tvær jafnar fylkingar sem eitt atkvæði skilur að er hins vegar allt annað mál. Og framboð Sigríðar varð til þess að fundurinn mun í hugum kjósenda aðeins snúast um formannskosninguna, ekki málefnin og samstöðuna. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum, sumar býsna róttækar fyrir Samfylkinguna. Þær féllu hins vegar í skuggann af formannskjörinu. Næstu skref forystunnar skipta miklu máli í því hvort litið verði á formannskosninguna sem einstakan atburð, eða eitthvað sem sló taktinn fyrir enn frekari átök. Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Landsfundur hjá stjórnmálaflokki þar sem ekki er sótt að formanni snýst samkvæmt hefðinni um það að hrista fólk saman, skerpa línurnar varðandi málefni og brýna fólk til dáða. Það á ekki síst við þegar flokknum gengur illa í skoðanakönnunum. Fram á fimmtudagskvöld leit út fyrir að landsfundur Samfylkingarinnar færi nákvæmlega eftir þessari forskrift. Fyrirhuguð mæting var eftir því, margt áhrifafólk innan flokksins ætlaði að eyða helginni í annað. Allt breyttist þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt. Framboð Sigríðar kom flestum í algjörlega opna skjöldu. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þarf að skila inn framboði til formanns nokkru fyrir landsfund, sé ætlunin að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla allra flokksmanna. Og það er það sem flokkurinn hefur stært sig af; lýðræðið sem felst í því að allir flokksmenn velji formann. Hins vegar bjóða lögin upp á það að hægt sé að bjóða sig fram til formennsku þannig að landsfundarfulltrúar einir kjósi. Það er það lagaákvæði sem Sigríður Ingibjörg nýtti sér og sama hvað fólki finnst um framboð hennar þá er það kristaltært að það var að fullu samkvæmt lögum flokksins.Formaðurinn sleginn Það þurfti ekki sérfræðinga í líkamstjáningu til að sjá að Árni Páll Árnason, formaður flokksins, var sleginn yfir framboðinu. Átakalítill fundur um málefni breyttist á örskotsstundu í kosningu um framtíð hans á formannsstóli. Og blessað Facebook spilaði sína rullu. Nútímakosningabarátta fer að stórum hluta til fram þar og þeir sem renndu yfir læk og ummæli við framboðstilkynningar Sigríðar Ingibjargar sáu í hendi sér að hún naut umtalsverðs stuðnings hjá mörgum áhrifamönnum. Og þá fór allt í einu að skipta höfuðmáli hverjir höfðu valist sem fulltrúar á landsfund. Formaðurinn, áskorandinn og stuðningsmenn þeirra settust yfir hausatalningu. Fáir voru þó til þess að spá því að Sigríður ætti raunhæfa möguleika á að sigra Árna Pál. Margir litu á hennar framboð sem leið hennar til að styrkja sig í sessi innan flokksins í Reykjavík, samhliða því að koma óánægju sinni með forystuna á framfæri.Sjálfum sér verst Reyndin varð eins og úr pólitískum reyfara. Eitt atkvæði skildi á milli frambjóðendanna. Og til að bæta smá skammti af absúrdisma inn í spennuna fékk Anna Pála Sverrisdóttir eitt atkvæði, sem varð til þess að hún þurfti að sverja af sér að hafa kosið sjálfa sig. Sigríður Ingibjörg lýsti því strax yfir að hún mundi berjast áfram fyrir framgangi Samfylkingarinnar, engir óvinir væru innan flokksins, þá væri að finna í ríkisstjórn. Árni Páll sagðist skynja kröfu um breytingar og vera tilbúinn til að verða við þeirri kröfu. Þannig hefði mögulega mátt ljúka málinu og halda áfram veginn, ekkert stopp, en aftur kom blessað Facebook til sögunnar. Facebook er nefnilega einkafjölmiðill hvers notanda og ekki leið á löngu þar til yfirlýsingarnar fóru að berast út. Brigsl um valdaránstilraun, lúalegt herbragð og ýmislegt í þeim dúr birtist og allt í einu var málið ekki farið að snúast um formannskjör þar sem einn frambjóðandi vann og annar tapaði. Samfylkingarfólk var sjálfu sér verst í kjölfarið á kosningunum. Hafi einhver vonast til þess að enn gætu flokksmenn komið fram samhentir út á við, var fljótlega ljóst að það var borin von. Og meira að segja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, hnýtti í Sigríði Ingibjörgu fyrir framboðið, en hingað til hefur verið litið svo á að Sigríður sækti stuðning til Ingibjargar Sólrúnar.Allir óánægðir Segja má að allir hafi gengið óánægðir frá formannskjörinu. Árni Páll sigraði með einu atkvæði, sem er afskaplega veikt umboð. Fjölmargir sem Fréttablaðið ræddi við benda á að niðurstaðan hefði orðið önnur ef fram hefði farið allsherjaratkvæðagreiðsla, en slík viðtengingarháttsfræði skipta engu. Sú atkvæðagreiðsla fór aldrei fram og eftir stendur sú staðreynd að eitt atkvæði skildi á milli leiðtoga Samfylkingarinnar og óbreytts þingmanns. Sigríður Ingibjörg fékk hins vegar óþægilega mikinn stuðning, miðað við það að vinna ekki. Eitt er að fá töluvert af atkvæðum og styrkja þannig framtíðarstöðu sína. Í slíkri stöðu hefðu 40 prósent atkvæða verið sigur. Að skipta fundinum í tvær jafnar fylkingar sem eitt atkvæði skilur að er hins vegar allt annað mál. Og framboð Sigríðar varð til þess að fundurinn mun í hugum kjósenda aðeins snúast um formannskosninguna, ekki málefnin og samstöðuna. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum, sumar býsna róttækar fyrir Samfylkinguna. Þær féllu hins vegar í skuggann af formannskjörinu. Næstu skref forystunnar skipta miklu máli í því hvort litið verði á formannskosninguna sem einstakan atburð, eða eitthvað sem sló taktinn fyrir enn frekari átök.
Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira