Versta mögulega niðurstaðan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. mars 2015 07:30 Árna Páls Árnasonar bíður erfitt verkefni. Hann þarf að stilla saman strengi samfylkingarfólks á seinni hluta kjörtímabilsins. fréttablaðið/ernir Landsfundur hjá stjórnmálaflokki þar sem ekki er sótt að formanni snýst samkvæmt hefðinni um það að hrista fólk saman, skerpa línurnar varðandi málefni og brýna fólk til dáða. Það á ekki síst við þegar flokknum gengur illa í skoðanakönnunum. Fram á fimmtudagskvöld leit út fyrir að landsfundur Samfylkingarinnar færi nákvæmlega eftir þessari forskrift. Fyrirhuguð mæting var eftir því, margt áhrifafólk innan flokksins ætlaði að eyða helginni í annað. Allt breyttist þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt. Framboð Sigríðar kom flestum í algjörlega opna skjöldu. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þarf að skila inn framboði til formanns nokkru fyrir landsfund, sé ætlunin að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla allra flokksmanna. Og það er það sem flokkurinn hefur stært sig af; lýðræðið sem felst í því að allir flokksmenn velji formann. Hins vegar bjóða lögin upp á það að hægt sé að bjóða sig fram til formennsku þannig að landsfundarfulltrúar einir kjósi. Það er það lagaákvæði sem Sigríður Ingibjörg nýtti sér og sama hvað fólki finnst um framboð hennar þá er það kristaltært að það var að fullu samkvæmt lögum flokksins.Formaðurinn sleginn Það þurfti ekki sérfræðinga í líkamstjáningu til að sjá að Árni Páll Árnason, formaður flokksins, var sleginn yfir framboðinu. Átakalítill fundur um málefni breyttist á örskotsstundu í kosningu um framtíð hans á formannsstóli. Og blessað Facebook spilaði sína rullu. Nútímakosningabarátta fer að stórum hluta til fram þar og þeir sem renndu yfir læk og ummæli við framboðstilkynningar Sigríðar Ingibjargar sáu í hendi sér að hún naut umtalsverðs stuðnings hjá mörgum áhrifamönnum. Og þá fór allt í einu að skipta höfuðmáli hverjir höfðu valist sem fulltrúar á landsfund. Formaðurinn, áskorandinn og stuðningsmenn þeirra settust yfir hausatalningu. Fáir voru þó til þess að spá því að Sigríður ætti raunhæfa möguleika á að sigra Árna Pál. Margir litu á hennar framboð sem leið hennar til að styrkja sig í sessi innan flokksins í Reykjavík, samhliða því að koma óánægju sinni með forystuna á framfæri.Sjálfum sér verst Reyndin varð eins og úr pólitískum reyfara. Eitt atkvæði skildi á milli frambjóðendanna. Og til að bæta smá skammti af absúrdisma inn í spennuna fékk Anna Pála Sverrisdóttir eitt atkvæði, sem varð til þess að hún þurfti að sverja af sér að hafa kosið sjálfa sig. Sigríður Ingibjörg lýsti því strax yfir að hún mundi berjast áfram fyrir framgangi Samfylkingarinnar, engir óvinir væru innan flokksins, þá væri að finna í ríkisstjórn. Árni Páll sagðist skynja kröfu um breytingar og vera tilbúinn til að verða við þeirri kröfu. Þannig hefði mögulega mátt ljúka málinu og halda áfram veginn, ekkert stopp, en aftur kom blessað Facebook til sögunnar. Facebook er nefnilega einkafjölmiðill hvers notanda og ekki leið á löngu þar til yfirlýsingarnar fóru að berast út. Brigsl um valdaránstilraun, lúalegt herbragð og ýmislegt í þeim dúr birtist og allt í einu var málið ekki farið að snúast um formannskjör þar sem einn frambjóðandi vann og annar tapaði. Samfylkingarfólk var sjálfu sér verst í kjölfarið á kosningunum. Hafi einhver vonast til þess að enn gætu flokksmenn komið fram samhentir út á við, var fljótlega ljóst að það var borin von. Og meira að segja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, hnýtti í Sigríði Ingibjörgu fyrir framboðið, en hingað til hefur verið litið svo á að Sigríður sækti stuðning til Ingibjargar Sólrúnar.Allir óánægðir Segja má að allir hafi gengið óánægðir frá formannskjörinu. Árni Páll sigraði með einu atkvæði, sem er afskaplega veikt umboð. Fjölmargir sem Fréttablaðið ræddi við benda á að niðurstaðan hefði orðið önnur ef fram hefði farið allsherjaratkvæðagreiðsla, en slík viðtengingarháttsfræði skipta engu. Sú atkvæðagreiðsla fór aldrei fram og eftir stendur sú staðreynd að eitt atkvæði skildi á milli leiðtoga Samfylkingarinnar og óbreytts þingmanns. Sigríður Ingibjörg fékk hins vegar óþægilega mikinn stuðning, miðað við það að vinna ekki. Eitt er að fá töluvert af atkvæðum og styrkja þannig framtíðarstöðu sína. Í slíkri stöðu hefðu 40 prósent atkvæða verið sigur. Að skipta fundinum í tvær jafnar fylkingar sem eitt atkvæði skilur að er hins vegar allt annað mál. Og framboð Sigríðar varð til þess að fundurinn mun í hugum kjósenda aðeins snúast um formannskosninguna, ekki málefnin og samstöðuna. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum, sumar býsna róttækar fyrir Samfylkinguna. Þær féllu hins vegar í skuggann af formannskjörinu. Næstu skref forystunnar skipta miklu máli í því hvort litið verði á formannskosninguna sem einstakan atburð, eða eitthvað sem sló taktinn fyrir enn frekari átök. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Landsfundur hjá stjórnmálaflokki þar sem ekki er sótt að formanni snýst samkvæmt hefðinni um það að hrista fólk saman, skerpa línurnar varðandi málefni og brýna fólk til dáða. Það á ekki síst við þegar flokknum gengur illa í skoðanakönnunum. Fram á fimmtudagskvöld leit út fyrir að landsfundur Samfylkingarinnar færi nákvæmlega eftir þessari forskrift. Fyrirhuguð mæting var eftir því, margt áhrifafólk innan flokksins ætlaði að eyða helginni í annað. Allt breyttist þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt. Framboð Sigríðar kom flestum í algjörlega opna skjöldu. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þarf að skila inn framboði til formanns nokkru fyrir landsfund, sé ætlunin að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla allra flokksmanna. Og það er það sem flokkurinn hefur stært sig af; lýðræðið sem felst í því að allir flokksmenn velji formann. Hins vegar bjóða lögin upp á það að hægt sé að bjóða sig fram til formennsku þannig að landsfundarfulltrúar einir kjósi. Það er það lagaákvæði sem Sigríður Ingibjörg nýtti sér og sama hvað fólki finnst um framboð hennar þá er það kristaltært að það var að fullu samkvæmt lögum flokksins.Formaðurinn sleginn Það þurfti ekki sérfræðinga í líkamstjáningu til að sjá að Árni Páll Árnason, formaður flokksins, var sleginn yfir framboðinu. Átakalítill fundur um málefni breyttist á örskotsstundu í kosningu um framtíð hans á formannsstóli. Og blessað Facebook spilaði sína rullu. Nútímakosningabarátta fer að stórum hluta til fram þar og þeir sem renndu yfir læk og ummæli við framboðstilkynningar Sigríðar Ingibjargar sáu í hendi sér að hún naut umtalsverðs stuðnings hjá mörgum áhrifamönnum. Og þá fór allt í einu að skipta höfuðmáli hverjir höfðu valist sem fulltrúar á landsfund. Formaðurinn, áskorandinn og stuðningsmenn þeirra settust yfir hausatalningu. Fáir voru þó til þess að spá því að Sigríður ætti raunhæfa möguleika á að sigra Árna Pál. Margir litu á hennar framboð sem leið hennar til að styrkja sig í sessi innan flokksins í Reykjavík, samhliða því að koma óánægju sinni með forystuna á framfæri.Sjálfum sér verst Reyndin varð eins og úr pólitískum reyfara. Eitt atkvæði skildi á milli frambjóðendanna. Og til að bæta smá skammti af absúrdisma inn í spennuna fékk Anna Pála Sverrisdóttir eitt atkvæði, sem varð til þess að hún þurfti að sverja af sér að hafa kosið sjálfa sig. Sigríður Ingibjörg lýsti því strax yfir að hún mundi berjast áfram fyrir framgangi Samfylkingarinnar, engir óvinir væru innan flokksins, þá væri að finna í ríkisstjórn. Árni Páll sagðist skynja kröfu um breytingar og vera tilbúinn til að verða við þeirri kröfu. Þannig hefði mögulega mátt ljúka málinu og halda áfram veginn, ekkert stopp, en aftur kom blessað Facebook til sögunnar. Facebook er nefnilega einkafjölmiðill hvers notanda og ekki leið á löngu þar til yfirlýsingarnar fóru að berast út. Brigsl um valdaránstilraun, lúalegt herbragð og ýmislegt í þeim dúr birtist og allt í einu var málið ekki farið að snúast um formannskjör þar sem einn frambjóðandi vann og annar tapaði. Samfylkingarfólk var sjálfu sér verst í kjölfarið á kosningunum. Hafi einhver vonast til þess að enn gætu flokksmenn komið fram samhentir út á við, var fljótlega ljóst að það var borin von. Og meira að segja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, hnýtti í Sigríði Ingibjörgu fyrir framboðið, en hingað til hefur verið litið svo á að Sigríður sækti stuðning til Ingibjargar Sólrúnar.Allir óánægðir Segja má að allir hafi gengið óánægðir frá formannskjörinu. Árni Páll sigraði með einu atkvæði, sem er afskaplega veikt umboð. Fjölmargir sem Fréttablaðið ræddi við benda á að niðurstaðan hefði orðið önnur ef fram hefði farið allsherjaratkvæðagreiðsla, en slík viðtengingarháttsfræði skipta engu. Sú atkvæðagreiðsla fór aldrei fram og eftir stendur sú staðreynd að eitt atkvæði skildi á milli leiðtoga Samfylkingarinnar og óbreytts þingmanns. Sigríður Ingibjörg fékk hins vegar óþægilega mikinn stuðning, miðað við það að vinna ekki. Eitt er að fá töluvert af atkvæðum og styrkja þannig framtíðarstöðu sína. Í slíkri stöðu hefðu 40 prósent atkvæða verið sigur. Að skipta fundinum í tvær jafnar fylkingar sem eitt atkvæði skilur að er hins vegar allt annað mál. Og framboð Sigríðar varð til þess að fundurinn mun í hugum kjósenda aðeins snúast um formannskosninguna, ekki málefnin og samstöðuna. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum, sumar býsna róttækar fyrir Samfylkinguna. Þær féllu hins vegar í skuggann af formannskjörinu. Næstu skref forystunnar skipta miklu máli í því hvort litið verði á formannskosninguna sem einstakan atburð, eða eitthvað sem sló taktinn fyrir enn frekari átök.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira