Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 21:31 Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor við Árnastofnun segir páskaeggjamálshættina tilvalna leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrra kynslóða. Vísir/Ívar Fannar Lektor hjá Árnastofnun segir óþarfi fyrir sælgætisgerðir að nota kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum í páskaeggin. Af nógu sé að taka og páskaeggjamálshættirnir tilvalin leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrrar kynslóðar. Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira